Leita í fréttum mbl.is

Skelfingin er sönn

Á meðan þessi færsla er færð til bókar er verið að sýna skelfilega heimildarmynd um svæðið sem varð nánast óbyggilegt eftir Tsjernobyl-slysið árið 1986 á RÚV plús. Geislavirknin hefur haft skelfilegar afleiðingar á afkomendur bæjarins en þarna má sjá ungabörn þar sem heilinn vex utan á höfuðkúpunni og fleiri afskræmingar á mannslíkamanum.
Sjálfur veit höfundur þessar blogg ekki hvernig hann á að bregðast við, fötlunin er hrikaleg og aðstæðurnar skelfilegar.
Viðtal við hjúkrunarfræðing sýnir glöggt hversu mikið þetta fær á það ósérhlífna starfsfólk sem reynir allt hvað það getur til að láta hinum sjúku líða bærilega þrátt fyrir bágan efnahag og lokuð augu alþjóðasamfélagsins. Tsjernobyl er slysið sem engin vill lengur vita af og vestræn lýðveldi vilja helst að hverfi.
Aðeins fimmtán til tuttugu prósent barna fæðast heilbrigð á þessu svæði, velkominn til Children of Men. Skelfingin er sönn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband