Leita í fréttum mbl.is

Velkominn Stóri Bróðir: Bush þráast við

Nú þurfa landamæraverðir til Bandaríkjanna að taka fingraför af öllum tíu fingrum hjá þeim Íslendingum sem vilja komast til stórveldisins í vestri. Þeir þurfa líka láta uppi kreditkortanúmer og tölvupóstföng, loksins er spá George Orwell um tilveru Stóra Bróðurs að rætast.
Bush tilkynnir líklega að hann ætli að senda viðbótarlið í suðupottinn Írak. Sagan fer í hringi, Víetnam er að endurtaka og nú er bara bíða, vona og biðja fram að næstu kosningum í USofA sem vonandi verða til þess að horfið verður frá þessum stríðsrekstri. Bandaríkjamenn hafa líka í nógu að snúast, talíbanar eru að sækja í sig veðrið í Afganistan og nánasti samstarfsmaður þeirra, Ísrael, eru sagðir ætla að undirbúa kjarnorkuárás á kjarnorkuver í Íran, horfðu þeir ekki á þáttinn sem vitnað er í hér á undan? Ísraelar gætu nýtt sér að stórveldið er veikt fyrir og getur ekki tekið þá áhættu að missa traustan bandamann með því að lýsa yfir frati á gyðingunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband