11.1.2007 | 20:40
Beckham kveður: Farinn til Bandaríkjanna
David Beckham er hættur að stunda knattspyrnu af viti og er fluttur til Los Angeles. Þar mun hann sinna fyrirsætustörfum ásamt því að æfa og leika með knattspyrnuliðinu L.A Galaxy. Beckham hefur þar með látið undan gagnrýnisröddum sem töldu hann búinn að vera í fótboltaheiminum sökum anna í fyrirsætubransanum.
Beckham verður ekki fátækari fyrir vikið heldur ríkari enda gert mun betri hluti við að fækka fötum og auglýsa rakvélar fyrir Gillette; hann fær í kringum 70 milljónir á viku í laun hjá Galaxy-félaginu og samningurinn tryggir honum 18 milljarða á fimm árum.
Ein manneskja hoppar nú hæð sína af kæti og það er Victoria Beckham en hún hefur staðið í skugganum af manni sínum síðan Spice Girls lögðust af. Nú getur hún farið að einbeita sér að leiklistinni en Victoria var nýlega orðuð við nýja kvikmynd hjá John Travolta sem ku vera framhald af þeirri eitursnjöllu mynd Battlefield Earth...
Varla hefur það verið til að draga vígtennurnar úr Beckham að hann á vini á æðstu stöðum og hefur stórleikarinn Tom Cruise meðal annars fengið hann til að þjálfa krakkana sína. Þá á Beckham líka knattspyrnuskóla í Los Angeles og ætti því að hafa í nógu að snúast nú. Bretarnir eiga hins vegar eftir að ærast af hlátri yfir þessum fáranlegum skiptum tískukóngsins sem verður minnst fyrir asnalegar ákvarðanir og hugmyndum um að hann væri stærri en íþróttin.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.