Leita í fréttum mbl.is

Hinn stríðsherrann

Tony Blair er ein mestu vonbrigði stjórnmálasögunnar. Þessi stjórnmálamaður leit vel út þegar hann tók við breska veldinu af John Mayjor og íhaldsflokknum árið 1997. Þá ætlaði Blair að rífa þetta forna heimsveldi uppúr öskustónni og fékk til liðs við sig poppara í þeim erindagjörðum að gera landið aftur "hipp og kúl". Herbragðið heppnaðist fullkomlega og allt í einu vildi heimsbyggðin vera eins og tjallinn.
Í dag eru fáir í tónlistarheiminum sem vilja láta spyrða sig við Blair og stuðning hans við herforingja vestursins, George W. Bush. Tony Blair hefur misst sjónar af því sem hann upphaflega var og verður því miður minnnst fyrir að vera skósveinn W. Ágætis mynd af hinum "original" Blair má sjá í kvikmyndinni The Queen sem nýlega fékk tíu tilnefningar til Bafta-verðlauna. 
Blair hefur goldið fyrir afstöðu sína til Íraksstríðsins og leitt þjóð sína útí óvinnanlegt stríð (Hvernig dettur þessum tveimur mönnum eiginlega í hug að hægt sé að hafa sigur gegn hryðjuverkum?) Fyrir hvern og einn öfgamann sem fellur sprettur annar upp úr frjóum jarðvegi í Mið- Austurlöndum. Hatrið gegn vestrinu eykst með hverjum degi og nú þegar bæði Bush og Blair hafa tilkynnt um auka við heraflann og styrkja varnir landanna er ljóst að baráttan á dalnum á bara eftir að harðna.
Blair geldur fyrir stríðsrekstur sinn með starfi sínu og því verður spennandi að sjá hvort Bretar kjósa að halda áfram baráttunni gegn hryðjuverkum eða frið á öllum vígstöðvum. 


mbl.is Blair: Meira fé veitt til hernaðarmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband