Leita í fréttum mbl.is

Auðmennirnir hneyksla

Á blogginu hafa netverjar kosið að senda auðmönnum landsins tóninn eftir að Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kaupþings í London, ákvað að bjóða Duran Duran í partý hjá sér. Reyndar fengu Simon Le Bon og félagar þrjátíu og fimm milljónir fyrir að láta sjá sig með hljóðfærin sín og hituðu upp fyrir íslenska tónlistarmenn á borð við Björgvin Halldórsson, Regínu Ósk og Eyjólf Kristjánsson.
Sumir segja þetta vera siðferðislaust af auðmönnunum og að þeir ættu ekki að vera nota launin sín í að halda svona veislur. Ég man vel eftir því þegar Þorvaldur Guðmundsson í Síld & Fisk safnaði listaverkum og fjölmiðlar landsins höfðu fátt við það athuga sem og almenningur. Var Þorvaldur ekki að berast á eins og ´80 kynslóðin gerir nú?
Merkilegt hversu erfitt bessevissarar þjóðarinnar eiga erfitt með að sætta sig við það að hér ríkir kapítalískt hagkerfi þar sem sumir verða ríkari en aðrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband