13.1.2007 | 14:50
Kosningarnar hefjast fyrir alvöru
Þingið kemur saman á mánudag eftir (langt) jólafrí. Þingmennirnir hafa verið á fleygiferð um kjördæmin við að kynna sjálfan sig, áherslumálin og ekki síst flokkinn sinn. Þingið núna verður eflaust með skrautlegra móti enda af nógu að taka, stjórnarandstaðan vill ekki selja RÚV, innflytjendamálin verða ofarlega á baugi og má reikna með heitum umræðum þegar þingmenn Frjálslyndra stíga í pontu (kosningaþingið byrjar reyndar ekkert sérstaklega vel fyrir þá þar sem Margrét Sverrisdóttir biðlaði nýlega til fjölmiðla að þeir skoðuðu ásakanir frá aðilum Nýs Afls á Útvarpi Sögu).
Ríkisútvarpið verður mikið hitamál enda sýnist sitt hverjum um hvort selja eigi þessa ríkisstofnun. Ríkisstjórnin virðist sannfærð um að láta reyna á þetta en stjórnarandstaðan getur ekki hugsað sér á sjá eftir þessari "menningarstofnun". Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verður því áberandi enda eflaust erfitt fyrir menningarmálaráðherrann að mæla þessu bót með sannfærandi hætti.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður í sunnudagsviðtali við Morgunblaðið en formanninum er nokkur vandi á höndum. Vinstri Grænir og Sjálfstæðisflokkurinn hafa sameinast um andstöðuna gegn aðild að Evrópusambandinu og eini haukurinn í horninu þar er Framsóknarflokkurinn sem Samfylkingin vill að hverfi.
Pétur Gunnarsson benti réttilega á í Kastljósi föstudagsins að oftast snúast kosningar ekki um einstök mál heldur hverjum þjóðin treystir best til að stýra þjóðarskútunni sem hefur siglt lygnan sjó að undanförnu.
Innflytjendamálin koma þó til með að vera ofarlega á baugi auk stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar (sem engin vill reyndar viðurkenna). Stækkun Alcan ratar eflaust alla leið inná Austurvöll, álver í Helguvík og svona mætti lengi telja. Steingrími J. Sigfússyni er eflaust farið að klæja í puttana en hann er í vanda staddur í eigin flokki eftir að varaformaðurinn gerði sig sekan um vandræðalega lélegan brandara Til gamans má geta að landsliðsþjálfarar í Englandi hafa verið reknir fyrir minna og nægir þar að minnast örlaga Glenn Hoddle.
Þegar öllu er á botninn hvolft verður þingið umfram allt eldfimmt og hálfgerð púðurtunna enda virðist hver höndin uppá móti hvor annarri.
Vorþing hefst á mánudag með umræðum um RÚV ohf. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.