15.1.2007 | 19:20
Kompás hlýtur uppreisn æru
Fréttaskýringaþátturinn Kompás hlýtur að varpa öndinni léttar eftir að skýrsla um fjármál Byrgisins var birt í dag. Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, tilkynnti jafnframt að öllum styrkveitingum til meðferðastofnunnar hefði verið hætt.
Ekki verður annað sagt en að skýrslan dragi upp dekkri mynd af rekstri Guðmundar Jónssonar en Kompás gerði nokkri sinni á sínum tíma. Forstöðumaðurinn gerði sig sekan um alvarlegt misferli með opinbert fé og notfærði sér stöðu sína sem guðsmaður í baráttunni gegn fíkniefnadjöflinum til að slá ryki í augu almennings þegar hann reyndi að klóra sig út úr vandræðum sínum í spjallþáttum á borð við Kastljós.
Kompás-menn fóru fram með mjög viðkvæmt mál og drógu fram í kastljósið atriði sem fáir fjölmiðlar hefðu þorað. Sigmundur Ernir Rúnarsson og Jóhannes Kr. Kristjánsson, stjórnendur fréttaþáttarins, þorðu þegar aðrir þögðu en ljóst má vera að heilbrigðisyfirvöld hafa gert sig seka um algjört eftirlitsleysi gagnvart málefnum Byrgisins. Magnús Stefánsson verður sjálfur að axla ábyrgð sem æðsti yfirmaður en má ekki finna blóruböggla neðar í virðingarstiganum.
Guðmundur Jónsson hefur grafið sér djúpa gröf og svívirt mörg af helstu boðorðum kristinnar trúar sem hann hefur notfært sér í starfi sín sem meðferðarfulltrúi. Hann getur ekki falið sig á bakvið það að hafa reynti að vinna stofnun sinni gagn með framferði sínu heldur hefur eigingirnin gripið öll völd.
Ekki verður annað sagt en að skýrslan dragi upp dekkri mynd af rekstri Guðmundar Jónssonar en Kompás gerði nokkri sinni á sínum tíma. Forstöðumaðurinn gerði sig sekan um alvarlegt misferli með opinbert fé og notfærði sér stöðu sína sem guðsmaður í baráttunni gegn fíkniefnadjöflinum til að slá ryki í augu almennings þegar hann reyndi að klóra sig út úr vandræðum sínum í spjallþáttum á borð við Kastljós.
Kompás-menn fóru fram með mjög viðkvæmt mál og drógu fram í kastljósið atriði sem fáir fjölmiðlar hefðu þorað. Sigmundur Ernir Rúnarsson og Jóhannes Kr. Kristjánsson, stjórnendur fréttaþáttarins, þorðu þegar aðrir þögðu en ljóst má vera að heilbrigðisyfirvöld hafa gert sig seka um algjört eftirlitsleysi gagnvart málefnum Byrgisins. Magnús Stefánsson verður sjálfur að axla ábyrgð sem æðsti yfirmaður en má ekki finna blóruböggla neðar í virðingarstiganum.
Guðmundur Jónsson hefur grafið sér djúpa gröf og svívirt mörg af helstu boðorðum kristinnar trúar sem hann hefur notfært sér í starfi sín sem meðferðarfulltrúi. Hann getur ekki falið sig á bakvið það að hafa reynti að vinna stofnun sinni gagn með framferði sínu heldur hefur eigingirnin gripið öll völd.
Styrkjum til Byrgisins hætt og málinu vísað til saksóknara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.