17.1.2007 | 02:22
Gefur óvildarmönnum langt nef
Margrét Sverrisdóttir lýsti því yfir á bloggsíðu sinni fyrir nokkru að óvildarmenn hennar innan Frjálslynda flokksins létu ókvæðisorð í hennar garð fjúka á útvarpsstöðinni Útvarp Sögu. Nefndi hún sérstaklega Jón Magnússon sem gekk inn í flokkinn frá Nýju Afli.
Margrét lýsti yfir í Kastljósi í byrjun desember að hún sæi ekkert athugavert við að bjóða sig fram til formannsembættis flokksins. Flokksfélagar hennar brugðust margir hverjir ókvæða við enda var Margrét langt frá því sammála mörgum þeirra um málefni innflytjenda sem Margrét sagði að væru "rasísk". Að endingu komst flokkurinn að niðurstöðu og Margréti var gert að hætta störfum sem framkvæmdarstjóri flokksins "þannig að hún gæti einbeitt sér að kosningabaráttu sinni."
Margrét er greinilega meira í mun að lægja öldurnar innan flokksins og vill ekki vera styggja neinn að óþörfu. Fyrir það hlýtur hún hrós og klapp á bakið hjá öðrum sem fylgjast með stjórnmálum. Fyrir löngu eru allir orðnir þreyttir á pólitíkusum sem setja sjálfan sig í forgang fyrir flokkinn og nægir þar að nefna allar róteringarnar á vinstri væng stjórnmálanna. Framboð Margrét til varaformannsins sýnir að Margrét er klókari en margir aðrir og hefur lært gullna lexíu sem margir stjórnmálamenn flaska á. "Haltu vinum þínum nálægt en óvinum þínum enn nærri"
Margrét Sverrisdóttir sækist eftir sæti varaformanns Frjálslynda flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Af mbl.is
Erlent
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.