Leita í fréttum mbl.is

Veðrabreytingar í heiminum

Al Gore og Sheila Watt-Cloutier hafa náð að opna augu umheimsins fyrir breytingum á loftslaginu. Þessar breytingar sjást víðsvegar um heim, hér á Íslandi hefur veturinn sjaldan eða aldrei verið jafn mildur, í Ástralíu eru mestu þurrkar sem sögur fara af og í Bandaríkjunum hefur veðurfarið verið með skrýtnara móti. Ekki má gleyma hvirfilvindinum í London.
Kvikmynd Al Gore, Óþægilegur Sannleikur, sýndi það svart á hvítu að ef ekkert verður að gert eru jarðarbúar í verulega vondum málum. Sú kynslóð sem byggir þennan dvalarstað gæti því séð veðurfarið breytast allverulega og jafnvel svo mikið að þeir gætu þurft að flytjast búferlum.
Ef norska Nóbels-verðlaunanefndin ákveður að horfa til þess mikla starfs sem Gore hefur lagt á sig, til þess boðskapar sem Watt-Cloutier hefur boðað, þá hefur hún lagt sitt af mörkum til þessa mikilvæga málefnis.
mbl.is Tilnefna Al Gore til friðarverðlauna Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband