14.2.2007 | 21:07
Skyldi hið óhugsandi gerast?
Ef Bandaríkjamenn ráðast inní Íran má heimsbyggðina fara búa sig undir heimstyrjöld í mun stærra sniði heldur en árið 1939 til 1945. Arabaheimurinn á aldrei eftir að samþykkja slíkt hernaðarbrölt. Tregða Bandaríkjamanna til að ganga hreint til verks þar helgast einmitt af þessari vitneskju. Stríð milli Bandaríkjanna annars vegar og Írans og Íraks hefði veruleg áhrif á efnahagsástandið í heiminum og hoggið yrði stórt skarð í samband múslima og kristinna þjóða.
Því miður styttist hins vegar í kosningar í Bandaríkjunum. Og Bush hefur sýnt að hann er til alls líklegur. Þótt vissulega sé þetta langsótt samsæriskenning þá kæmi ekki á óvart þótt hryðjuverk yrði framið gegn Vesturveldinu, ekki af þeirri stærðargráðu sem Tvíburaturnarnir voru, en þó nógu mannskæð til að réttlæta innrás í Írak í þeirri veiku von að þar gæti legið lykill að áframhaldandi veru Repúblikanaflokksins í Hvíta húsinu.
Því miður styttist hins vegar í kosningar í Bandaríkjunum. Og Bush hefur sýnt að hann er til alls líklegur. Þótt vissulega sé þetta langsótt samsæriskenning þá kæmi ekki á óvart þótt hryðjuverk yrði framið gegn Vesturveldinu, ekki af þeirri stærðargráðu sem Tvíburaturnarnir voru, en þó nógu mannskæð til að réttlæta innrás í Írak í þeirri veiku von að þar gæti legið lykill að áframhaldandi veru Repúblikanaflokksins í Hvíta húsinu.
Bush sannfærður um að íranskar úrvalssveitir útvegi uppreisnarmönnum vopn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Athugasemdir
Núna er Íran ekki arabaland, hinsvegar er það í miðausturlöndum og með múslima í meirihluta. Ég er ekki svo viss um að Íranar fái öll miðausturlönd til að styðja sig. Það er meiri skipting í þessum heimshluta en flestir halda, allavega helmingur ríkjanna eru á móti þeirri öfgafullu klerkastjórn sem er í Íran. Annars þá trúi ég því að það sé bara spurning um tíma hvenær islamskir hryðjuverkamenn nái að toppa 9/11, t.d. með því að sprengja "dirrty bomb" í miðri stórborg. Líkurnar á slíkri áras aukast auðvitað þegar ríki eins og Íran er að kjarnorkuvæðast.
Ég held að Bandaríkja- og Ísraelsmenn myndu aldrei reyna að hertaka Íran, hinsvegar er líklegri kostur að þeir framkvæmi loftárásir á kjarnorkuver þeirra. Þá er bara spurning hvort Íranar svari með fullu stríði og hvort þeir fái einhverja liðsmenn. Raunin gæti alveg orðið stríð nokkra ríkja, en ég efast um að það yrði stór heimstyrjöld.
Geiri (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 22:25
...en þó nógu mannskæð til að réttlæta innrás í Írak,
Sjitt! Ég er gjörsamlega að misskilja stríðsástandiðí heiminum.
Kv. Valur Grettisson
valur (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.