17.2.2007 | 01:34
Jónína lætur blaðamann hafa það óþvegið
Nú veit ég ekkert um það hvort Jónína Ben. eigi eitthvað sameiginlegt með Phillip Kerkhof. Reyndar efast ég bara stórlega um það. En hún lætur blaðakonuna og ritstýruna Sigríði Dögg Auðunsdóttur hafa það ansi óþvegið á heimasíðu sinni. Þau orð sem Jónína hefur um Sigríði eru ekki eftir hafandi á þessari annars siðvöndu bloggsíðu en fyrir forvitna má sjá þessi hörðu orð athafnarkonunnar hér.
Reyndar vakti margt furðu í orðum Sigríðar Daggar í Kastljósi gærkvöldsins þar sem hún taldi fjölmiðla 365 hafa hundsað tímarit sitt.
Steingrímur Sævarr, ritstjóri Íslands í dag, bendir á þátturinn hafi fjallað um tímaritið og þá þykist ég nokkuð viss um að Fréttablaðið hafi fjallað um tímaritið í blöðum sínum þótt vissulega hafi þetta ekki verið á forsíðu. Alla vega hefur undirritaður skrifað eina frétt um Krónikuna þótt vissulega hafi hún verið í léttari kantinum.
En aftur að Jónínu og hennar skotum að ritstjóranum. Engan skal undra að Jónína Ben. hafi hreinlega froðufellt af reiði þegar Sigríður Dögg steig fram í Kastljósið og talaði um nýja blaðið sitt. Sigríður Dögg var jú blaðamaðurinn sem skrifaði og rannsakaði fréttirnar um tölvupóstsamskipti Jónínu og Styrmis Gunnarssonar. Og gerði það að verkum að málið hefur allt fengið á sig hinn farsakenndasta blæ. Engin veit neitt lengur um hvað málið snýst um.
Og nú er bara bíða og sjá hvenær Ísmaðurinn, Phillip Kerkhof og jafnvel Jónína Ben. taka höndum saman, stofna stjórnmálaflokk sem heitir: Drepum Hákarlanna.
Reyndar vakti margt furðu í orðum Sigríðar Daggar í Kastljósi gærkvöldsins þar sem hún taldi fjölmiðla 365 hafa hundsað tímarit sitt.
Steingrímur Sævarr, ritstjóri Íslands í dag, bendir á þátturinn hafi fjallað um tímaritið og þá þykist ég nokkuð viss um að Fréttablaðið hafi fjallað um tímaritið í blöðum sínum þótt vissulega hafi þetta ekki verið á forsíðu. Alla vega hefur undirritaður skrifað eina frétt um Krónikuna þótt vissulega hafi hún verið í léttari kantinum.
En aftur að Jónínu og hennar skotum að ritstjóranum. Engan skal undra að Jónína Ben. hafi hreinlega froðufellt af reiði þegar Sigríður Dögg steig fram í Kastljósið og talaði um nýja blaðið sitt. Sigríður Dögg var jú blaðamaðurinn sem skrifaði og rannsakaði fréttirnar um tölvupóstsamskipti Jónínu og Styrmis Gunnarssonar. Og gerði það að verkum að málið hefur allt fengið á sig hinn farsakenndasta blæ. Engin veit neitt lengur um hvað málið snýst um.
Og nú er bara bíða og sjá hvenær Ísmaðurinn, Phillip Kerkhof og jafnvel Jónína Ben. taka höndum saman, stofna stjórnmálaflokk sem heitir: Drepum Hákarlanna.
Drukkinn veiðimaður veiddi hákarl með berum höndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Af mbl.is
Íþróttir
- Bílslysið hefði klárlega getað endað mun verr
- Sóknarmaður til Liverpool?
- Eignast hlut í félagi en spilar enn
- Chelsea og Lyon í átta liða úrslit
- Náði sínum besta árangri á ferlinum
- Óstöðvandi í Meistaradeildinni
- Valur á botninum eftir tap á Hlíðarenda
- Endurkomusigur Íslandsmeistaranna gegn nýliðunum
- Þór lagði nýliðana
- Getum lært ýmislegt af Palestínu
Athugasemdir
Gott að þú vekur athygli á þessu. Annars á ég ekki að vera að aðstoða hana við að fá athygli. Hún hefur misboðið mér gjörsamlega með frekju og dónaskap. Það er okkar hlutverk lesenda að halda blaðamönnum við efnið. Ég þekki konuna ekki neitt en mín reynsla var þannig að hún lét einfaldlega nota sig. Það er umhugsunarefni. Það sem ég sagði er byggt á þeirri reynslu.
Gangi þér vel.
Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 03:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.