1.10.2006 | 03:12
Íslenski fáninn
Herinn er farinn. Bandaríski fáninn er ekki lengur við húni í Keflavík heldur hefur honum verið pakkað niður og sendur vestur um haf. Með viðhöfn enda heilagur í augum kanans.
Mikið hefur verið rætt og ritað um hvað eigi að koma í staðinn fyrir herstöðina. Háskólasamfélag, vísindaþorp, eitthvað sem lifir lengi, í það minnsta lengur en herinn, sem stóð upp og fór.
Í því felst einmitt lausnin. Að búa til eitthvað sem lifir lengur heldur en einhver stóriðja eða herseta. Stríð vara ekki að eilífu á sama staðnum, það er í eðli ógnarinnar að flytjast á milli staða. Eitt sinn voru það nasistar, svo komunistar og núna islamistar.
Stóriðja er engin lausn en við sáum það öll of seint. Hálslón er staðreynd, nú þarf að beina sjónum okkar eitthvað annað.
Ómar Ragnarsson fær hrós. Hugsjónamaður sem ákvað að segja skilið við líf sitt sem fréttamaður og berjast fyrir verndun náttúrunnar. Kom bara hreint fram. Aðrir mættu taka þetta til fyrirmyndar. Ælti helsta vandamálið við fjölmiðla sé ekki það að þeir eru of hlutlausir. Taka enga afstöðu. Vilja ekki hræða burt lesendur sem síðan fælir auglýsendur.
Andri Snær fær líka hrós en hugmyndir þeirra komu of seint. Draumalandinu var sökkt og nú þarf að vernda þau sem eftir eru. Með góðum ráðum og hugmyndum en ekki bara nei og aftur nei. Þýðir ekki bara að segjast ekki vilja en hafa síðan ekkert annað fram að færa.
Hræsnarar ársins eru hins vegar Ólafur Ragnar Grímsson og fjölmiðlar. Einhver stærsta framkvæmd Íslandssögunnar var samþykkt hljóðlega og án nokkurar gagnrýni en þegar Sjálfstæðisflokkurinn með Davíð Oddsson fremstan í flokki ætlaði að koma lögum yfir fjölmiðla risu þeir upp, allir sem einn og kröfðust þess í orði og á borði að forsetinn myndi ekki skrifa undir lögin.
Nú sáu Íslendingar á eftir ósnortnu landi hverfa undir vatn, Óli skrifaði undir, Davíð skrifaði undir, Ingibjörg Sólrún skrifaði undir, allir nema formaður Vinstri Grænna skrifuðu undir, líka þeir sem stóðu hljóðlega hjá en áttuðu sig of seint og friðþægðust við syndir sínar í gönguna hans Ómars.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Af mbl.is
Erlent
- Tekur upp hanskann fyrir biskupinn í Washington
- Bréf Bidens til Trumps: Megi Guð blessa þig
- Saksóknarar rannsaki embættismenn
- Nýr gróðureldur blossar upp í Los Angeles
- Rússneskt herskip gripið við njósnir við Bretland
- Könnun: Bandaríkjamenn vilja vísa milljónum brott
- Réðst á hóp leikskólabarna þar sem tveir létust
- Trump segir Rússa mega búast við frekari aðgerðum
- Hvað er Trump búinn að gera?
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
Fólk
- Harry fær tvo milljarða í bætur
- Uppselt á úrslitakvöld Söngvakeppninnar
- Hvað er eiginlega að karlmönnum?
- Friends-leikari nældi sér læknanema
- Chris Brown vill fá 500 milljónir bandaríkjadala
- Deilur Lively og Baldoni ná nýjum hæðum
- Hverjar eru bestu hljóðbækur ársins?
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.