Leita í fréttum mbl.is

Íslenski fáninn

image017Herinn er farinn. Bandaríski fáninn er ekki lengur við húni í Keflavík heldur hefur honum verið pakkað niður og sendur vestur um haf. Með viðhöfn enda heilagur í augum kanans.

Mikið hefur verið rætt og ritað um hvað eigi að koma í staðinn fyrir herstöðina. Háskólasamfélag, vísindaþorp, eitthvað sem lifir lengi, í það minnsta lengur en herinn, sem stóð upp og fór.

Í því felst einmitt lausnin. Að búa til eitthvað sem lifir lengur heldur en einhver stóriðja eða herseta. Stríð vara ekki að eilífu á sama staðnum, það er í eðli ógnarinnar að flytjast á milli staða. Eitt sinn voru það nasistar, svo komunistar og núna islamistar.

Stóriðja er engin lausn en við sáum það öll of seint. Hálslón er staðreynd, nú þarf að beina sjónum okkar eitthvað annað.

omarÓmar Ragnarsson fær hrós. Hugsjónamaður sem ákvað að segja skilið við líf sitt sem fréttamaður og berjast fyrir verndun náttúrunnar. Kom bara hreint fram. Aðrir mættu taka þetta til fyrirmyndar. Ælti helsta vandamálið við fjölmiðla sé ekki það að þeir eru of hlutlausir. Taka enga afstöðu. Vilja ekki hræða burt lesendur sem síðan fælir auglýsendur.

Andri Snær fær líka hrós en hugmyndir þeirra komu of seint. Draumalandinu var sökkt og nú þarf að vernda þau sem eftir eru. Með góðum ráðum og hugmyndum en ekki bara nei og aftur nei. Þýðir ekki bara að segjast ekki vilja en hafa síðan ekkert annað fram að færa.Andri Snær 

Hræsnarar ársins eru hins vegar Ólafur Ragnar Grímsson og fjölmiðlar. Einhver stærsta framkvæmd Íslandssögunnar var samþykkt hljóðlega og án nokkurar gagnrýni en þegar Sjálfstæðisflokkurinn með Davíð Oddsson fremstan í flokki ætlaði að koma lögum yfir fjölmiðla risu þeir upp, allir sem einn og kröfðust þess í orði og á borði að forsetinn myndi ekki skrifa undir lögin. Ólafur Ragnar

Nú sáu Íslendingar á eftir ósnortnu landi hverfa undir vatn, Óli skrifaði undir, Davíð skrifaði undir, Ingibjörg Sólrún skrifaði undir, allir nema formaður Vinstri Grænna skrifuðu undir, líka þeir sem stóðu hljóðlega hjá en áttuðu sig of seint og friðþægðust við syndir sínar í gönguna hans Ómars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband