1.10.2006 | 10:38
Maður vikunnar
Sasha Baron Cohen hlýtur að vera maður vikunnar, ef ekki mánaðarins. Honum hefur tekist að koma Kasakstan á kortið með mynd sinni um þarlendan blaðamann, Borat. Stjórnvöld í Kasakstan hafa reynt allt hvað þau geta til að koma í veg fyrir sýningu myndarinnar og hafa meira að segja átt fundi við George Bush þar sem málefni Sasha Baron Cohen hafa verið tekin fyrir. Kasakstan á hönk upp í bakið á Vesturveldinu því landið styður "stríðið gegn hryðjuverkum" og er nauðsynlegur bandamaður Bandaríkjanna í því.
Reyndar var Íslendingur á ferðinni í Kasakstan því kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson reyndi fyrir sér þar á áskorendamóti en hafði ekki erindi sem erfiði.
Þekktasta persóna Cohen er án nokkurs vafa Ali - G sem sló eftirminnilega í gegn hér á landi fyrir nokkrum árum. Þá var Borat bara aukapersóna, og Cohen fékk að gera kvikmynd um Ali. Hún reyndist hins vegar hálfgert flopp. Honum virðist hins vegar ætla að takast betur upp með þennan kolgeðveika Borat en þeir sem hafa séð úr myndinni liggja í jörðinni og veltast um af hlátri.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.