Leita í fréttum mbl.is

Alfreð hafði betur

GudjonS_128x160Guðjón Valur Sigurðsson fór hamförum með liði sínu Gummersbach á fjölum Laugardalshallarinnar þegar hann skoraði sextán mörk gegn Fram í meistaradeildinni. Leikmaðurinn sýndi hvers vegna hann varð markahæstur og kosinn leikmaður ársins í Þýskalandi og skoraði mörk í öllum regnbogans litum.

Alfreð Gíslason, þjálfari þýska liðsins, sagði rétt í þessu í samtali við Sýn að hann hefði verið ansi nærri því að lemja liðsmenn sína eftir að þeir höfðu leikið skelfilega í fyrri hálfleik. Leikmennirnir, rétt eins og flestir aðrir, vildu ekki fá að kenna á líkamlegum kröftum kappans og létu hendur standa fram úr ermum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband