3.10.2006 | 22:54
Grámyglulegur hversdagsleiki
Upp er runnin tími hversdagsleikans, þessa skelfilega fyrirbæris sem svo margir hræðast. Grátt yfirbragð landsins er heldur ekki til að kæta fólkið í landinu. Laufin sem áður voru græn fjúka nú bara lífvana um jörðina og vindurinn sem áður var heitur og þægilegur er nú bara kaldur og leiðinlegur. Rétt eins og ástkona sem lofar öllu fögru fyrstu mánuðina en breytist síðan í skass og leiðindarbykkju.
Mundos og félagar hans í uppreisnarhreyfingunni hafa hins vegar nokkur ráð við þessu enda mega þeir ekki við því að verðandi félagar þeirra í baráttunni séu tárvotir Íslendingar í ástarsorg.
Fyrst eru það myndirnar sem alla kætir:
1. A Fish Called Wanda: Kevin Kline í hlutverki Otto er næg ástæða til að sjá þessa mynd að ógleymdum Michael Palin sem Ken.
2. Life of Brian: Monthy Python flokkurinn gerir óspart grín að sögunni um Jesú. Frelsarinn hafði húmor og því er um að gera að hlæja svolítið að honum sem dó fyrir syndir okkar.
3. The Quest of the Holy Grail: Monthy Python flokknum er ekkert heilagt og nú er það Arthúr konungur og þjóðasagan á bak við hið Heilaga Gral sem fá á baukinn
4. What about Bob?: Þótt Richard Dreyfuss hafi alltaf farið taugarnar á undirrituðum þá sleppur hann í þessari mynd. Ástæðan: Bill Murray heldur myndinni á lofti sem geðsjúklingurinn Bob.
5. There's something about Mary: Farelly bræðurnir þegar þeir voru uppá sitt besta. Matt Dillon fer á kostum í hlutverki ógeðsins Pat Healy.
Hlutir sem uppreisnarhreyfingin vill að þið gerið ekki:
1.Ekki fara á kvikmyndahátíðir. Þungar, evrópskar og langar myndir eru ekki til að kæta nokkurn mann á þessum viðsjárverðu tímum.
2. Ekki setja Sigur Rós á fóninn. Hver vill hlusta á rafmagnsgítar, trommur og bassar án þess að geta dansað eða skoppað í hringi eða á gelding kyrja óskiljanleg orð. Gleymið þessu.
3. Ekki setja Automatic for the Peoble með REM í geislaspilarann. Samkvæmt rannsókn sem Mundos og félagar hafa komist yfir hafa ófáir hreinlega glatað trúnni á lífið eftir að hafa hlustað á lög eins og Everybody Hurts og svona mætti lengi telja
4. Ekki horfa á íslenskt sjónvarp, það er hreinlega hending ef eitthvað vitrænt kemur í kassann og áhorfendur heima í stofa eyða oft lunganu úr kvöldinu í að þrasa um alla þessa vitleysu sem birtist á skjánum.
5. Ekki ræða viðkvæm mál við kærastuna eða kærastann. Tómt vesen sem endar með rifrildi, sambandsslitum eða einhverju þaðan af verra. Kyngið stoltinu og stingið uppá vídíói og snakki.
Uppreisnarliðar Mundos þakka lesturinn og vonar að þeir sem láta hversdagsleikann fara í taugarnar á sér virði þessi skilaboð því kallið getur komið á hverri stundu.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Athugasemdir
Þér finns s.s. Monty Python ekkert fyndir...
Vignir Svavarsson, 3.10.2006 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.