4.10.2006 | 20:47
Stjórnarandstaðan tekur á sig heildstæða mynd....eða hvað?
Samfylkingin, Frjálslyndir og Vinstri grænir hafa boðað sterkari stjórnarandstöðu til að koma núverandi ríkisstjórn frá. Mundos gæti ekki verið meira saman því hann telur að næstu kosningar komi til með að ráðast af velgengni eins flokks; Samfylkingarinnar.
Þessi vinstri flokkur hefur einhvern vegin aldrei náð sér á strik og minnir eilítið á velmannað knattspyrnulið sem stenst engan veginn þær væntingar sem til þess hefur verið gert.
Mundos man vel eftir því þegar Samfylkingin var stofnuð og gerði sér miklar vonir um að þarna væri loksins komið andsvar við langvarandi yfirburðum Sjálfstæðisflokksins. Ekki það að Mundos vildi eitthvað koma hinum bláu frá völdum heldur þótti Mundos bara svo leiðinlegt að horfa uppá þennan ójafna leik...
Mundos hefur því ekki mikla trú á þessu samkrulli stjórnarandstöðuflokkanna því ef horft er til sameiningar íþróttafélaganna þá hefur það aldrei gefist vel...
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.