Leita í fréttum mbl.is

Stjórnarandstaðan tekur á sig heildstæða mynd....eða hvað?

Samfylking4Samfylkingin, Frjálslyndir og Vinstri grænir hafa boðað sterkari stjórnarandstöðu til að koma núverandi ríkisstjórn frá. Mundos gæti ekki verið meira saman því hann telur að næstu kosningar komi til með að ráðast af velgengni eins flokks; Samfylkingarinnar.

Þessi vinstri flokkur hefur einhvern vegin aldrei náð sér á strik og minnir eilítið á velmannað knattspyrnulið sem stenst engan veginn þær væntingar sem til þess hefur verið gert.

Mundos man vel eftir því þegar Samfylkingin var stofnuð og gerði sér miklar vonir um að þarna væri loksins komið andsvar við langvarandi yfirburðum Sjálfstæðisflokksins.falcon2 Ekki það að Mundos vildi eitthvað koma hinum bláu frá völdum heldur þótti Mundos bara svo leiðinlegt að horfa uppá þennan ójafna leik...

Mundos hefur því ekki mikla trú á þessu samkrulli stjórnarandstöðuflokkanna því ef horft er til sameiningar íþróttafélaganna þá hefur það aldrei gefist vel...      

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband