Leita í fréttum mbl.is

Af viðurnöfnum og menningarpáfum

Þegar byltingin er um garð gengin mega menningapáfar eiga von á góðu enda er Mundos þekktur fyrir ást sína á hvers kyns listum. En eittt skilur byltingaforinginn ekki:

Stórvinur Mundos og dyggur liðsmaður í byltingahreyfingunni lenti í heldur óskemmtilegu atviki fyrir nokkru. Þar var þessi holli maður spurður hvort hann vissi ekki hvað Gio ætlaði að taka sér næst fyrir hendur. Sá er spurði var þess handviss að vinur Mundos vissi hver þessi Gio væri. "Ertu að tala um Giovanni Brunkhurst sem spilar með Barcelona," sagði hin trúi byltingamaður enda mundi hann glöggt eftir því að hollenski bakvörðurinn spilar jafnan með nafnið Gio á bakinu en uppskar bara hlátur samstarfsmanna sinna. "Nei, Gio, leikhússtjórann," var hrækt framan í hann. "Já, þú ert að meina GUÐJÓN PETERSEN!!!" Þá kom undarlegt fés á vinnufélaganna. "Hver er þessi Guðjón Petersen?" spurðu þeir um hæl.

Já, listamafían svokallaða getur verið undarleg og þykist ekkert kannast við alvörunöfn þeirra sem starfa með listagyðjunni þegar einhverjir hafa gefið tilteknum aðila gælunafn. Aldrei minnist Mundos þess að þessi annars ágæti maður hafi verið nefndur neitt annað en Guðjón Petersen, hvorki á mannamótum né í fjölmiðlum en það getur líka verið að Mundos og vinir hans umgangist ranga fólkið.  Mundos mun svo sannarlega gera bragabót þegar hann kemst til valda...

ps.  Öðru máli gegnir hins vegar um BUBBA og MEGAS sem hvorugir eru kallaðir réttum nöfnum í fjölmiðlum heldur viðurnöfnum.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband