5.10.2006 | 00:46
Jafntefli hjá Skjern: Lykilmaður íhugar að gerast byltingarsinni
Danska handknattleiksliðið Skjern gerði í gærkvöldi jafntefli við þvottefnisliðið Ajax. Dómarar leiksins léku stórt hlutverk á síðustu mínútunum en það skipti að venju ekki sköpum. Frammistaða liðsins í þær sextíu mínútur sem leikurinn stendur yfir er það sem allt snýst um. Í það minnsta er það kalt mat Mundos (allt sem hann segir er jú heilagur sannleikur).
Vignir Svavarsson, sem leikur einmitt með Skjern, er alvarlega að íhuga hvort hann eigi nú að leggja skóna á hilluna eftir þennan tapleik en hann skoraði einungis þrjú mörk. "Ég veit af því að það er verið að undirbúa byltingu á Íslandi og er mjög spenntur fyrir þeirri stemningu sem þar er að skapast," sagði Vignir í samtali við Mundos - bloggið sem auðvitað fagnar öllum nýjum liðsmönnum, þá sér í lagi Vigni.
Mundos vill að endingu koma á framfæri þakklæti sínu til Jeppe en hann hefur verið duglegur við að senda hreyfingunni blóm.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Athugasemdir
Við munum Berjast með Morðum en ekki Orðum.... brýnið hnífana.... hreðið hnúana... því byltingin er handan við hornið..
Vignir Svavarsson, 5.10.2006 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.