5.10.2006 | 22:29
Skeggjaðir andskotar
Mundos hefur orðið var við afbrýðissemi karla í garð kynbræðra sinna sem bera skegg með stolti. Vinur Mundosar, sem hefur fátt annað til brunns að bera nema þétta og stinna bumbu og mikla og dökka skeggrót, varð meðal annars fyrir aðkasti þegar hann sprangaði um bæinn með mikið alskegg. Þegar það var horfið eftir að matarleifar síðustu tveggja vikna fundust við hefðbundna baðferð fann vinur Mundosar fyrir meiri hlýleika frá félögum sínum. Mundos hefur því ákveðið að birta hér lista yfir mikilmenni sem allir báru falleg skegg:
Che Guevera: Byltingamaðurinn frá Argentínu reyndi að frelsa Suður - Ameríku undan oki auðvaldsins en tókst aldrei að sjá fyrirheitna landið. Sumir hafa viljað líkja honum við Jesú og þessi samlíking var meðal annars gerð góð skil í kvikmyndinni Mótórhjóladagbækurnar eftir Walter Salles þar sem Gael Garcia Bernal lék Guevera. Mundos telur hins vegar að byltingamaðurinn eigi mun meira sameiginlegt með Móse en sá merki leiðtogi drap hvern þann sem efaðist um tilvist Guðs.
Fídel Kastró: Lét sér það litlu varða þótt einhverjir moldríkir Kanar héldu uppi efnahag landsins með spillingu og misskiptingu auðsins. Kúbverjar skyldu frelsast, hvað sem það kostaði og ríku karlarnir voru reknir til Flórída þar sem þeir spila golf með íslenskum flugstjórum. Kúbverjar lifa hins vegar lengur ef þeir fá einn vindil á dag og gott kynlíf. Ekki amaleg uppskrift
Jón Sigurðsson: Var bara í góðum málum hjá Seðlabankanum þegar kallið kom frá dauðvona flokk vegna þess að forsætisráðherrann fannst hann ekki nógu vinsæll. Jón gerði eins og sannur byltingamaður og tók slaginn fyrir sína menn. Þótt Mundos kunni ekkert sérstaklega við "Gömlu frúnna í grænu" þá tekur hann hattinn ofan fyrir mönnum eins og Jóni sem hverfa úr fílabeinsturninum við höfnina og blanda geði við alþýðuna.
Gunnar Þorsteinsson: Siðvandur maður sem stendur fast á sínu og lætur ekki einhverja hottentotta vaða yfir sig á skítugum skónum. Þótt Mundos sé hvergi nærri sammála þeim skoðunum sem Gunnar predikar í sínum söfnuði þá væri það nú óskandi að landinu væri stjórnað af mönnum sem höguðu ekki alltaf seglum eftir vindum heldur tækju stundum óvinsælar ákvarðanir eins og Davíð Oddsson sagði eitt sinn. Gunnar hefur jafnframt í heiðri annars manns sem settur verður frá við fyrsta tækifæri þegar byltinginn hefur dreifst út um allan heim, sjálfs George W. Bush. "Þeir sem eru ekki með mér eru á móti mér."
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.