9.10.2006 | 20:34
Ekki auðvelt að vera frægur eða hvað?
Lífið er ekki alltaf dans á rósum hjá stjörnunum eins og sjá má af þessari frétt mbl.is. Ekki er nóg með að fræga fólkið hafi ekkert einkalíf heldur lekur allt sem gerist í þeirra lífi til fjölmiðla.
Fræga fólkið fær hins vegar ekki mikla sambúð hjá Mundos. Svokallaðar stjörnur lifa á því að birtast í fjölmiðlum og sumar hverjar gera í því að birtast á síðum slúðurblaðanna. Gildir einu hvert umfjöllunarefnið er.
Góð dæmi um stjörnur sem þurfa ekki á fjölmiðlaathygli að halda vegna snilldar þeirra á sínum vettvangi eru leikarar á borð við Paul Newman, Robert De Niro og söngvarann Bono. Veit einhver hvað kona DeNiro heitir? Af gamni hefur Mundos tekið saman nokkur atriði um þessa aðila sem oft birtast á síðum dagblaða en sjaldnast vegna atvika í sínu einkalífi.
Paul Newman hefur verið giftur Joanne Woodvard frá árinu 1958. Hann skildi við fyrri eiginkonu sína, Jackie Witte, árið 1958 til að vera með Woodvard en hann átti með Jackie þrjú börn og á jafnmörg með núverandi eiginkonu. Newman hefur nýtt sér frægðina til að aðstoða börn og flestir Íslendingar ættu að kannast við Newman's Own - línuna en hún samanstendur af margvíslegu góðgæti sem margir gæða sér á fyrir framan imbakassann. Til merkis um hversu mikið hjónin halda sig fyrir sig sjálf er að þegar flett er uppá nöfnum þeirra á Google kemur ekki ein einasta mynd. Til samanburðar má benda á að 115 myndir fundust af Katie Holmes og Tom Cruise.
Robert De Niro giftist fyrst Diahne Abbot árið 1976 en þau skildu eftir ellefu ára hjónabandi og áttu þau eitt barn saman. Tæpum níu árum síðar kynntist De Niro núverandi eiginkonu sinni, Grace Hightower, og á með henni eitt barn. De Niro var eitt sinn tengdur við vændishring í Frakklandi en var sýknaður af öllum ákærum. De Niro og Hightower ætluðu að skilja árið 2001 en tókst að leysa vandamálin sem þau stóðu frammi fyrir. Leikarinn vill algjört næði og gefur ekki kost á sér í viðtöl. Blaðamaður fékk viðtal við leikarann en mátti ekki spyrja De Niro um stjórnmálaskoðanir hans, fjölskyldu, trúarbrögð eða áhuga hans á góðum vínum.
Bono eða Paul Hewson hefur verið giftur sömu konunni frá árinu 1982, henni Ali Hewson og á með henni fjögur börn. Þetta hlýtur að teljast ótrúlegt þar sem U2 hefur verið ein fremsta rokksveit heims frá árinu 1982 og hefur hlotið samtals 22 Grammy - verðlaun. Á heimasíðunni imdb.com má finna skemmtilega sögu af Ali sem eitt sinn var hvött til að bjóða sig fram til forseta -embættis Írlands. "Bono myndi aldrei vilja flytja inn í minna hús," svaraði hún.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.