Leita í fréttum mbl.is

Hvar er vonarstjarna Samfylkingarinnar?

kastljos_logoÍ Kastljósi kvöldsins eru umræður um lækkað verð á matvælum hér á Íslandi. Loksins, loksins eins og einhverjir kynnu að segja.

Lækkun á matvælaverði er mesta kjarabótin fyrir þá sem eru lægst launaðir enda virðist erfitt að hækka launin þeirra. Nú nýtist útborgun þeirra til nauðsynjavara. Þessi tillaga ríkisstjórnarinnar er eitthvað það besta sem hún hefur gert fyrir fólkið í landinu en ekki eru allir sáttir.

Samfylkingin vildi ganga lengra og eins og áður situr landbúnaðarherrann nú á móti fulltrúa Samfylkingarinnar í þessu mikilvæga máli. Einhverju sem gæti orðið ríkisstjórninni til framdráttar í komandi þingkosningum. Hvaða stjórnvöld myndu ekki vilja hafa lægra matarverð á sínu CV?

IngibjörgMundos myndi ætla að það væri kappsmál fyrir stjórnarandstöðuna að benda á annmarka þessarar lækkuna, hún gæti verið meiri, hún er til þess að slá ryki í augu kjósenda og svona mætti lenga telja. Stóru tíðindin, eins og NFS myndi slá þessu upp, hljóta því að vera þau að Össur Skarphéðinsson situr á móti Guðna Ágústsson og nú hlýtur Mundos að spyrja: Hvar er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem einu sinni hefur komist á forsíður blaðanna með svokalllaðri Borgarnesræðu þar sem hún rak erindi stórfyrirtækis hér á landi.

Einhverjir gætu bent á að Össur hefði mesta vitið á þessu máli, hann væriÖssur Skarps með setu í einhverri nefnd en sæi það einhver fyrir sér að Ögmundur Jónasson tæki þennan slag í stað Steingríms J. Sigfússonar? Nei, nú eru kosningar og það sem fólk vill sjá er leiðtoga stjórnarandstöðunnar pína ráðherrana í beinni. Kannski er Ingibjörg löglega afsökuð, kannski fer Mundos með fleipur en honum finnst engu að síður undarlegt að Össur skuli vera miklu frekar í umræðunni en sjálfur formaðurinn.

Er hugsanlegt að einhver skipti verði í forystu næst stærsta stjórnmálaflokks landsins? Getur verið að Ingibjörgu Sólrúnu hafi mistekist að vinna stuðningsmenn Össurar á sitt band? Forvitnilegt verður að fylgjast með þegar nær dregur kosningum...eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband