9.10.2006 | 23:21
Vandamál kristninnar: Pistill frá byltingaleiðtoganum
Mundos er trúaður og skammast sín ekkert fyrir það. Hann er líka uppá þeim tíma þar sem kristnin hefur gengið í gegnum ótrúlega þrekraun en samt tekist að lifa það af.
Trúleysingjar og Guðleysingjar vitna oft til vísindalegra rita sem þeir segja að afsanni tilvist Guðs. Hins vegar finnst Mundos þeir oft gleyma reynslu þessara manna, þeirra sem köfuðu ofaní málin og hvert þeirra álit er á niðurstöðunni. Hefur einhver heyrt vísindamann segja: "Ég er hér með niðurstöðu úr rannsókn sem ég framkvæmdi ekki alls fyrir löngu og hún sannar að Guð er ekki til." Vísindamenn vita betur og myndu aldrei láta sér detta það til hugar að útiloka neina þætti frá sínum rannsóknum. Slíkt væri einfaldlega ábyrgðarlaust.
Vandamál trúarbragðanna liggja ekki hjá Guðleysingjum og Trúleysingjum sem leggja fram hinar og þessar kenningar úr sínum "helgiritum". Vandamálið liggur hjá trúnni sjálfri.
Kristni glímir við bókstafstrúarmenn sem er óþarflega hávær hópur og kæfir hina hæversku. Þeir eru herskáir, hóta öllu illu ef trúbræður þeirra fylgi þeim ekki. Þeir halda því fram að Sköpunarsagan sé sagnfræðilegur sannleikur, vitnisburður um hvernig allt fór fram þegar jörðin varð til. Slíkt er náttúrlega vitleysa en forseti Bandaríkjanna, valdamesta ríkis heims, hefur lagt blessun sína yfir slíkar kenningar. Þvílík endemis vitleysa og sannar ennfrekar hversu óhæfur þessi maður er.
Sköpunarsagan er ekki röng. Ekki frekar en aðrar kenningar vísindamanna þar til þær voru afsannaðar. Sá sem ritaði Sköpunarsöguna vissi ekki betur, skrifaði hana eftir bestu vitund. Slíkt getur varla talist ámælisvert. Ekki þýðir að loka augunum fyrir þróunarkenningu Darwins, hún er líklegust en hver veit, kannski eftir þúsund ár kemur fram kenning sem kollvarpar þessum hugmyndum breska vísindamannsins.
Guð er ekki hér til að svara spurningum mannsins um hvernig hann varð til, hvernig náttúran varð til. Ef til vill situr hann sáttur og glaður með það að maðurinn vilji rannsaka eigin uppruna, eyði mörg þúsund milljörðum króna í að skoða minnstu einingar veraldarinnar.
Trúin þjónar ekki þeim tilgangi að veita okkur svör við jafn "hégómlegum" spurningum og hvernig "við" urðum til heldur á trúin að gefa okkur styrk til að takast á við þau ótrúlegu verkefni sem okkur er falið á stuttri ævi. Slíkur er máttur trúarinnar að þegar allur heimurinn virðist ómögulegur, hversdagsleikinn er okkur hrein byrði þá birtist okkur trú á að allt verði í lagi von bráðar.
Mundos mælir með þættinum Rætur Guðstrúar sem er á dagskrá RÚV.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.