10.10.2006 | 21:45
Við hverja eigum við að vera hræddir?
Kvikmyndagerðamaðurinn Michael Moore hélt því fram í kvikmyndinni Bowling for Columbine að ótti væri helsta ástæðan fyrir andlátum af völdum byssa. Óttinn hefur síst minnkað í Bandaríkjunum og eykst ef eitthvað er í heiminum öllum.
Til að bæta ofan á hræðslu við hryðjuverk hefur Norður Kórea nú blandað sér í hóp þeirrra ríkja sem búa yfir kjarnorkusprengjum. Eins og það hefði ekki verið nóg að láta George W. Bush hafa slík völd.
Kjarnorkuveldin eru Bandaríkin, Frakkland, Rússland, Kína, Indland, Bretland og Pakistan auk þess Ísraelar eru taldir búa yfir slíkum tortímingarmætti.
Heimsbyggðin stendur sem sagt fram fyrir þeirri ógn að tveir brjálaðir menn eru með öflugasta tortímingarvopn allra tíma undir sinni verndarhendi. Eins og Osama Bin Laden og hans kónar væru ekki nóg til að óttast. Nú verða menn að velja sér lið eftir því hvor er verri; Bush eða Kim il Jong
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.