Leita í fréttum mbl.is

Höfðafundurinn kom Íslandi á kortið en ekki eins og menn bjuggust við

Hver þjóðflokkur á Íslandi á sér sinn merkisviðburð sem þeir hrekja sér gjarnan af og telja ótrúlega merkilegan, jafnvel svo merkilegan að talað er um heimsviðburð.

Íslenskir knattspyrnuáhugamenn rifja oft upp leik landsliðsins við Frakka á Stade de France þegar hinir fræknu kappar unnu "næstum" því heimsmeistaranna í mögnuðum leik. Þrátt fyrir tapið verður þessi leikur í minnum hafður enda sýndi þessi 300 þúsund manna þjóð að hún gat vel strítt Zidane og félögum.

Íslenskir kraftlyftingamenn fá jafnan tár í augun þegar minnst er á Jón Pál Sigmarsson enda vannkappinn heimsins sterkasti maður fjórum sinnum. Í kvikmyndahúsum borgarinnar er nú sýnd heimildarmynd um Jón Pál og hefur Mundos það fyrir satt að fullvaxta karlmenni gráti jafnan í lok myndarinnar.

Stjórnmálamenn og fjölmiðlar gráta einnig af gleði þegar þeir heyra minnst á þennan viðburð. Þeir segja að þessi fundur Gorba og Reagan hafi bundið endi á kalda stríðið, vopnakapphlaupið og já, jafnvel slúttað kommúnisma í heild sinni í hinum vestræna heims.

Hlutlægum sagnfræðingum ber ekki alveg sama um hversu mikilvægur þessi Höfðafundur hafi verið. Sumir segja að þetta hafi bara verið kurteisislegt kaffiboð milli tveggja manna sem þoldu varla hvorn annan. Reagan var kallaður Rambo í Bandaríkjunum þar sem forsetinn vildi gjarnan ganga á milli bols og höfuðs á kommum í Rússlandi. Gorba hefur örugglega þótt Reagan bara heimsk strengjabrúða spunameistara sem hefði betur mátt halda sig við leik í Hollywood heldur en að stjórna valdamesta ríki heims.

Mundos rak reyndar upp stór augu þegar hann tók á móti Gorbatsjov að Björgólfur Thor Björgólfsson vildi endilega vera að trana sér eitthvað fram og vildi láta taka myndir af sér og Gorba. Mundos, sem jafnan hefur vorkennt mönnum sem vita ekki aura sinna tal, kippti sér ekki mikið upp við þessa hégómlegu beiðni auðkýfingsins og varð við bón hans. 

Mundos vill hins vegar ekki gera lítið úr Höfðafundinum, án hans hefði Ísland komist mun seinna á landakortið en raun bar vitni. Á þessum tíma voru Íslendingar fallegastir og sterkastir en auglýsing Iceland Air frá tímabilinu segir allt sem segja þarf; þrjár ungar stúlkur í einni loparpeysu. 

Sagan kennir okkur að fyrsta verk Smekkleysu var að selja póstkort sem Friðrik Erlingsson gerði og gróðinn af því var notaður til að fjármagna Birthday skífuna sem sló síðan í gegn á Bretlandseyjum. Framhaldið þekkja allir því Björk Guðmundsdóttir kom sóló - ferli sínum á koppinn eftir að slitnaði uppúr samstarfi hljómsveitarinnar. Án Bjarkar hefði Sigur Rós síðan aldrei ratað út fyrir landsteinana og Emilíana Torrini væri væntanlega enn að syngja með þessari hljómsveit sem engin man lengur hvað heitir.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband