14.10.2006 | 13:50
Haustið er komið...
Byltingaleiðtoginn keyrði niður í miðbæ og horfði á haustlitina fjúka burt. Merkilegt hversu lítið við eyjaskeggjar fáum að njóta litbrigða þessa árstíma. En þá að öðru
Fjöldi stjarna í Hollywood hefur lýst því yfir maðurinn sé dýr og þess vegna sé hann ekki einkvænisvera. Þessir frægu einstaklinga telja sig nú hafa fundið líffræðilega afsökun fyrir framhjáhaldi og stóðlífi.
Mundos er alls ekki sammála þessari fullyrðingu og telur hana vera fyrir neðan beltisstað. Fjöldi dýra tileinkar sér einkvæni og nægir þar að nefna hettumávinn sem heldur sig við sama makann allt sitt líf. Væntanlega myndu stjörnurnar, sem halda framhjá sökum dýrslegs eðlis síns, að þær séu ómerkilegri en mávurinn sem étur sorp.
Hrafninn á bara einn maka allt sitt líf og sömuleiðis slétturottur eins og lesa má hér.
Þess vegna er ekkert dýrslegt við það að eiga fjölda rekkjunauta heldur frekar ó - dýrslegt og stríðir gegn eðli mannsins, sem vissulega er dýr en samkvæmt líffræðilegum rannsóknum hneigist hann frekar til einkvænis.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.