Leita í fréttum mbl.is

Haustið er komið...

Byltingaleiðtoginn keyrði niður í miðbæ og horfði á haustlitina fjúka burt. Merkilegt hversu lítið við eyjaskeggjar fáum að njóta litbrigða þessa árstíma. En þá að öðru

Fjöldi stjarna í Hollywood hefur lýst því yfir maðurinn sé dýr og þess vegna sé hann ekki einkvænisvera. Þessir frægu einstaklinga telja sig nú hafa fundið líffræðilega afsökun fyrir framhjáhaldi og stóðlífi.

Mundos er alls ekki sammála þessari fullyrðingu og telur hana vera fyrir neðan beltisstað. Fjöldi dýra tileinkar sér einkvæni og nægir þar að nefna hettumávinn sem heldur sig við sama makann allt sitt líf. Væntanlega myndu stjörnurnar, sem halda  framhjá sökum dýrslegs eðlis síns, að þær séu ómerkilegri en mávurinn sem étur sorp.

Hrafninn á bara einn maka allt sitt líf og sömuleiðis slétturottur eins og lesa má hér.

Þess vegna er ekkert dýrslegt við það að eiga fjölda rekkjunauta heldur frekar ó - dýrslegt og stríðir gegn eðli mannsins, sem vissulega er dýr en samkvæmt líffræðilegum rannsóknum hneigist hann frekar til einkvænis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband