Leita í fréttum mbl.is

Og hvað skyldi þjóðin segja við því?

Siðferðiskennd þjóðanna endurspeglast oftast hvað best í viðbrögðum hennar við skandölum ráðamanna og öðru sem berst uppá yfirborðið og tengist æðstu mönnum.

Bretar og Bandaríkjamenn eru til að mynda mjög uppteknir af öllu sem tengist kynlífi en á ólíkan hátt þó. Kynlífshneyksli eru litin mjög neikvæðum augum í Bandaríkjunum og þekkt er þegar sjálfur Bandaríkjaforseti þurfti að sitja dögum saman fyrir framan rannsóknarnefnd vegna framhjáhalds síns með Monicu Lewinsky.

Bretar elska á hinn boginn að koma sínum ráðamönnum í klípu með allskyns frásagnir af kynlífshegðun þeirra og má líkja þeirri umfjöllun við ráðabrugg prakkarahóps. Þeir þola hins vegar ekki ósannsögli og geta vart á heilum sér tekið ef einhver ráðherra eða jafnvel einhver sem tengist ráðherranum á formlegan hátt lýgur. Þá þarf allt stóðið að taka sínar föggur og fara.

Íslendingar eru hins vegar alveg sér á parti hvað þetta varðar og virðast ekki einu sinni horfa til nágrannalanda sinna í austri til að verða sér úti um siðferðislegan þroska. Nýverið þurftu tveir ráðherrar að segja af sér störfum, annar vegna þess að hann borgaði ekki réttu skattanna og hin greiddi ekki afnotagjöldin af Ríkissjónvarpinu þar í landi. Hér heima geta menn hins vegar verið giftir olíufurstum sem hafa níðst á landsmönnum um áraraðir, hlerað síma og svona mætti lengi telja, allt þangað til að þeir hygla frænda sínum og koma honum í fremstu röð á klunnalegan hátt.

Íslenska þjóðin hefur ekki mikla trú á því að þeir sem eru kosnir inná þing á fjögurra ára fresti stjórni einhverju. Þess vegna skiptir voðalega litlu máli hvað þessir gaurar eru að bauka utan vinnutíma síns og hvort þeir ljúgi, steli eða svíki. Þetta eru hvorteð er smápeð sem engu ráða. Nú er meira að segja dæmdur þjófur á leiðinni inná þing. Og hann stal og stal og lét það sig engu varða þótt hann lygi að þjóðinni í beinni útsendingu á gömlu Gufunni.  Þingmaðurinn fór í steininn, tók út sína refsingu og sest væntanlega í sinn gamla þingstól þegar vora tekur á næsta ári. Þjóðin þegir þunnu hljóði, mumlar eitthvað á rauðu ljósi og heldur síðan áfram sínu lífi. Spyr sig jafnvel. "Og hvaða máli skiptir einn þingmaður, þeir ráða hvort eð er engu?"

Ekki veit Mundos hvaðan þessi ríka hefð kemur. Kannski eru þetta leifar af því þegar Alþingi var og hét á Þingvöllum þar sem litli maðurinn var bara til skrauts en höfðingjarnir stjórnuðu öllu - ekki þó á bakvið tjöldin heldur inní þeim.

Nú þegar stóra hlerunarmálið virðist vera að komast í hámæli heyrist ekki bofs frá þessari eyjaþjóð. Henni er víst alveg sama þótt hlustað hafi verið á utanríkisráðherrann í leyni. "Hann gat varla verið að segja eitthvað merkilegt, fyrst  landslagið á Íslandi hefur ekkert breyst að ráði," sagði gamall maður í heitu pottunum vestur í bæ. Nei, sem betur fer stjórnaði Sjálfstæðisflokkurinn þegar herinn fór, utanríkisráðherrann var í góðum samskiptum við hina leynilegu þjónustu sem slökkti á öllum upptökubúnaði þegar vinur bláu handarinnar settist í stólinn og tók upp tólinn. ( símann, þ.e.a.s)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband