17.10.2006 | 18:32
Siðfræðipistill byltingarleiðtogans
Mundos þreytist seint á því að hamra á fjölskyldugildunum. Þar sem byltingaleiðtoginn er alinn uppí kristnu samfélagi verða tilvísanir í þá ágætu trú örugglega þó nokkrar. Væri Mundos múslimi, hindúi eða gyðingur gæti byltingaleiðtoginn vafalítið skrifað sama pistil með öðrum tilvísunum.
Þeir sem festa það niður á blað sem "meintar" frelsishetjur sögðu og skrifuðu í sandinn gerðu sér snemma grein fyrir mikilvægi fjölskyldunnar. Þeir hömpuðu feðrum og mæðrum í hverju sem þeir skrifuðu og meðal þess fyrsta sem Guð brýndi fyrir Móse var að heiðra föður og móður.
Mundos gerir sér fyllilega grein fyrir því að á þeim tíma sem Móse leiddi þjóð sína til fyrirheitna landsins var réttindastaða kvenna ekki uppá marga fiska og fengu ef til vill nokkra kinnhesta fyrir litlar sakir.
Konur standa hins vegar mun betur í því vestræna samfélagi sem við lifum í. Engu að síður virðist sem svo að hjónabandið eigi undir högg að sækja. Mundos heldur því fram blákalt að hér sé um einn afar einfaldan hlut og það er þverrandi siðferðisstyrkur Evrópubúa.
Framhjáhald að mati Mundos er einhver viðurstyggilegasti hlutur sem nokkur manneskja getur gert þeirri manneskju sem hún elskar. Sífellt fleiri tilfelli framhjáhalds má að mörgu leyti rekja til skorts á siðferðisstyrk, viljanum til að hafna þeim freistingum sem verða á vegi mannsins allt hans lífs.
Í Biblíunni er að finna nokkur velvalin viðvörunarorð gagnvart freistingum. "Ef vinstra augað tælir þig til falls rífðu það út," en Mundos hefur ekkert við eineygða byltingamenn að gera. Hins vegar segir þessa setning meira en mörg orð. Í einu boðorðanna sem Móse fékk var mönnum bannað að girnast konu náunga síns.
Svo virðist hins vegar sem syndin hafi náð einhverjum heljartökum á vestrænu þjóðfélagi.
Fjörtíu prósent hjónabanda enda með skilnaði á Íslandi og vafalítið er landið í meðalagi í heimsálfunni. Flest þessara hamingjusömu hjóna ljúka hveitibrauðsdögunum með einhverjum tímabundnum losta utan veggja hjónaherbergisins. Ef einhverjir vilja verða meðlimir í byltingaflokki Mundos verða buxurnar að vera fyrir ofan mitti fyrir alla aðra en spússu þeirra.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.