Leita í fréttum mbl.is

Hvernig ætlar RÚV að redda þessu?

Samkvæmt þessari bloggsíðu hefur RÚV náð að klófesta næstu evrópukeppni í knattspyrnu sem haldin verður árið 2008 í Sviss og Austurríki. Vissulega er þessi biti ákaflega góður en reynist vafalítið menningarvitum og anti - sportistum erfiður í meltingu.

Erfitt er að sjá hvernig RÚV ætlar að bjóða áhorfendum sínum uppá sömu þjónustu og Sýn gerði í sumar þegar HM var haldin í Þýskalandi. RÚV verður því væntanlega að hnika til í dagskrá sinni þær vikur sem keppnin fer fram, þeir sem engan áhuga hafa á fullorðnum karlmönnum að elta leðurtuðru í níutíu mínútur verða að finna sér eitthvað allt annað að gera...ekki er dagskráin á Stöð 2 eða Skjá einum það merkileg að þeir finni sér hugarró yfir því efni.

RÚV hefur þar að auki eingöngu sýningarrétt á landsleikjum Íslands sem spilaðir eru hér heima þannig að þeir íþróttaþulir sem fyrir eru standa lýsendum Sýnar og Skjá eins langt að baki.  Þýska deildin er á bak og burt, spænska og meistaradeildin eru á Sýn og ítalski og enski hjá Skjá einum.

RÚV skrifaði nýlega undir samning þess efnis að ef frumvarp um að hlutfélagavæða fyrirtækið gengi í gegn myndi það eyða mun hærri fjárhæðum í íslenskt dagskrárefni. Nú hafa í kringum hundrað milljónir verið eyrnamerktar knattspyrnu.

Engu að síður verður að horfa til þess að ef RÚV á að standa á eigin fótum verða þeir að sjálfsögðu að lokka til sín áhorfendur og auglýsendur.

Páll Magnússon, núverandi sjónvarpsstjóri, virðist hafa gert sér einhverjar hugmyndir um hvað gangi ofan í landsmenn því ekki má gleyma því að hann var einn þeirra sem setti á fót Sýn, sérstaka íþróttarstöð, svo að dagskrá Stöðvar 2 myndi ekki raskast um of. Nú verður hreinlega forvitnilegt hvort sami háttur verður hafður á, að ekki verði þess langt að bíða að Samúel Örn og félagar fái sína eigin stöð og að menningarvitar og antisportistar þurfi hreinlega engu að kvíða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband