Leita í fréttum mbl.is

Macca og Mucca

Breska slúðurpressan fer nú mikinn í umfjöllun sinni um skilnað Macca og Mucca, sir Paul imagebd2c99be-0e4f-41e8-a3a5-085598e74ca8McCartney og Lady Heather Mills. Í fyrstu var talið að skilnaðurinn færi fram í kyrrþey en að undanförnu hafa birst fréttir af því að fyrirsætan hafi eingöngu verið á höttunum eftir auðævum Macca og jafnvel fætt honum barn til að gera blekkingarleikinn enn raunverulegri. Sitt sýnist auðvitað hverjum í þessu máli. News of the World var fyrst til að bregða upp einhverri mynd af fortíð Mills sem virðist hafa verið ansi skrautleg. Fyrst var hún sögð klámfyrirsæta og svo birti blaðið fréttir af því að Mills hefði selt sig handa ríkum olíufurstum og vopnasölum

Nú hefur því verið lekið út að Heather Mills ætli sér að byggja málsókn sína eftir peningum og skaðabótum með að halda því fram að sir Paul hafi neytt ólöglegra vímuefna, drukkið ótæpilega og ekki síst, lamið hana og svívirt.

Samkvæmt The Sun er Heather alveg grunlaus um hvaðan þessi leki kemur en hefur eftir nánum vini Paul að enginn annar hafi getað komið þessu til fjölmiðla og að þessi "tík" vilji eyðileggja mannorð sir Paul. Upplýsingafulltrúi fyrirsætunnar segir þetta alrangt, bendir á að Heather hafi verið veik vegna smávægilegrar aðgerðar sem hún hafi farið í. The Sun kallar þetta samúðar - trompið.

The Mirror telur ástæðuna fyrst og fremst liggja í því að sir Paul hafi ætlað að fara fram á fullt forræði yfir dóttur þeirra Bea. Almennatengslafulltrúinn Max Walker segir meðal annars að þetta sé augljóst herbragð lögfræðinga Mills til að fá enn meira fyrir sinn snúð. "Þetta setur þrýsting á Paul að lægja öldurnar og borga Mills meira en hann hafði kannski gert ráð fyrir."

The Daily Mail var fyrsta blaðið sem komst yfir skilnaðarskjölin og segir að þetta  kunni að kosta Mills yfir sjötíu milljónir punda.  James Stewart, sérfræðingur í breskum fjölskyldumálum, segir í samtali við blaðið að þessi leki eigi ekki eftir að gagnast Mills. "Þetta á eingöngu eftir að bitna á þeirri sem síst skyldi, dóttur þeirra," hefur blaðið eftir Stewart.

A060606_P20_HE_VLjóst er að málið á eftir að vekja mikla athygli sem er í andstæðu við það sem hjónin fyrrverandi vildu þegar þeir gáfu frá sér sameiginlega yfirlýsingu um skilnaðinn. Samkvæmt bresku pressunni er líklegt að Mills hafi hringt í Paul og sagt honum að greiða ákveðna upphæð. "Annars rústa ég mannorði þínu," á Mills að hafa sagt. Taka skal þessi orð með ákveðnum fyrirvara enda á breska pressan það til að skjóta vel yfir markið en ljóst þykir að hvernig sem niðurstaðan verður hefur mannorð Paul McCartney vissulega beðið hnekki....hvort sem málsatvik séu rétt eða ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband