19.10.2006 | 20:34
Samsæriskenning af bestu gerð
Íslendingar eru byrjaðir að veiða hval og mælist það misvel fyrir. Úlfar Eysteinsson er auðvitað hress enda hefur hann matreitt frosinn hval á Þremur frökkum svo lengi sem elstu menn muna. Nú stefnir hins vegar í að Úlfar og aðrir matreiðslumeistarar geti boðið uppá ný - skotna skepnu.
Samsæriskenningasmiðurinn Mundos komst á mikið flug í kvöld. Þegar Valgerður Sverrisdóttir sagði Bandaríkjamenn vera hálfgerða hræsnara með því að lýsa því yfir að við mættum ekki veiða hval en þeir mættu það kviknaði eilítið ljós í skammdeginu. Síðan hvenær hafa Íslendingar ekki bugtað sig og beygt fyrir Ameríkananum.
Af hverju eru Íslendingar allt í einu orðnir hvalveiðiþjóð svona skömmu eftir að her stórveldsins í vestri er farinn? Getur verið að þetta hafi verið einn af skilmálunum í varnarsamninginum að við myndum ekki veiða hval svo lengi sem herinn fengi að hafa aðsetur hér. Svo þegar ljóst var að herinn myndi fara hófu Íslendingar hvalveiðar í tilraunaskyni og þegar herinn loksins var farinn og skildi Íslendinga eftir með skítabragð í munninum hafi Íslendingar sagt hingað og ekki lengra, þessir kanar gætu bara farið til fjandans og nú skyldum við byrja að skjóta Keikó og félaga og græða smá pening með.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.