Leita í fréttum mbl.is

Samsæriskenning af bestu gerð

norwayWhalingÍslendingar eru byrjaðir að veiða hval og mælist það misvel fyrir. Úlfar Eysteinsson er auðvitað hress enda hefur hann matreitt frosinn hval á Þremur frökkum svo lengi sem elstu menn muna. Nú stefnir hins vegar í að Úlfar og aðrir matreiðslumeistarar geti boðið uppá ný - skotna skepnu.

Samsæriskenningasmiðurinn Mundos komst á mikið flug í kvöld. Þegar Valgerður Sverrisdóttir sagði Bandaríkjamenn vera hálfgerða hræsnara með því að lýsa því yfir að við mættum ekki veiða hval en þeir mættu það kviknaði eilítið ljós í skammdeginu. Síðan hvenær hafa Íslendingar ekki bugtað sig og beygt fyrir Ameríkananum.

Af hverju eru Íslendingar allt í einu orðnir hvalveiðiþjóð svona skömmu eftir að her stórveldsins í vestri er farinn? Getur verið að þetta hafi verið einn af skilmálunum í varnarsamninginum að við myndum ekki veiða hval svo lengi sem herinn fengi að hafa aðsetur hér. Svo þegar ljóst var að herinn myndi fara hófu Íslendingar hvalveiðar í tilraunaskyni og þegar herinn loksins var farinn og skildi Íslendinga eftir með skítabragð í munninum hafi Íslendingar sagt hingað og ekki lengra, þessir kanar gætu bara farið til fjandans og nú skyldum við byrja að skjóta Keikó og félaga og græða smá pening með.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband