Leita í fréttum mbl.is

Ég er landráðsmaður; reynið að hlera símann minn

Kjartan Ólafsson, Svavar Gestson, Jón Baldvin Hannibalsson og nú síðast Ragnar Arnalds eiga eitt sameiginlegt. Þeir hafa allir komist í kynni við leyniþjónustu Íslands sem enginn vissi að væri til...

Jú, hér virðast hafa verið njósnarar, menn sem brutust inní íbúðir ráðvandra manna og hleruðu þá. Hafa væntanlega setið á kaffihúsi með tvö göt í miðju dagblaðs. Gengið um með dökk sólgleraugu í ljósum frakka og látið lítið fyrir sér fara. Mundos langar að hitta þessa menn og fá þá til liðs við sig í byltingahreyfingunni.

Miðað við myndir sem  Mundos hefur séð þá hafa íslenzk stjórnvöld lamið niður baráttuna í þjóðinni. Á þeim tíma sem menn voru á móti hernum, móti Nató, móti Lyndon B. Johnson, létu mótmælendur lemja á sig, stóðu saman og létu ekki yfirvaldið vaða yfir sig á skítugum skónum. Þeir voru líka hleraðir fyrir vikið og hver vill láta einhverja táfýlukarla hlusta á allt sem maður segir. Mundos manar leyniþjónustuna til að koma og yfirheyra sig, hlera símann hans og þaðan af verra. Hann mun hins vegar segja strax frá því enda ekki hluti af hinu opinbera....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband