Leita í fréttum mbl.is

Vandamálin hrannast upp hjá Liverpool

Vandræði Benitez halda áfram að aukast því breska blaðið Mirror birti í dag fréttir af því að stjórnarmeðlimir hins fornfræga klúbbs væru uggandi yfir slöku gengi liðsins, en fréttir af málinu má lesa hér. 

Mundos hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum af sífelldum breytingum stjórans á liðinu en leyfir sér að efast um að svona yfirlýsingar séu til þess að bæta andann innan félagsins.

Liverpool mætir á morgun Aston Villa en lið Martiin O'Neil hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu. Rauði herinn náði að skora fjögur mörk gegn Reading en varla er mikið að marka þann leik, Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn léku saman sem miðverðir í þeim leik. Robbie Fowler, sem jafnan er kallaður Guð í The Kop, átti stórleik en slíkt virðist ekki nægja Benitez og má fastlega reikna með því að Dirk Kyut og Luis Garcia verði í byrjunarliðinu, Crouch vermi bekkinn og Fowler komist ekki einu sinni í hópinn.

Mundos mun taka kastið ef Liverpool vinnur ekki Aston Villa á heimavelli...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband