27.10.2006 | 13:16
Vandamálin hrannast upp hjá Liverpool
Vandræði Benitez halda áfram að aukast því breska blaðið Mirror birti í dag fréttir af því að stjórnarmeðlimir hins fornfræga klúbbs væru uggandi yfir slöku gengi liðsins, en fréttir af málinu má lesa hér.
Mundos hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum af sífelldum breytingum stjórans á liðinu en leyfir sér að efast um að svona yfirlýsingar séu til þess að bæta andann innan félagsins.
Liverpool mætir á morgun Aston Villa en lið Martiin O'Neil hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu. Rauði herinn náði að skora fjögur mörk gegn Reading en varla er mikið að marka þann leik, Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn léku saman sem miðverðir í þeim leik. Robbie Fowler, sem jafnan er kallaður Guð í The Kop, átti stórleik en slíkt virðist ekki nægja Benitez og má fastlega reikna með því að Dirk Kyut og Luis Garcia verði í byrjunarliðinu, Crouch vermi bekkinn og Fowler komist ekki einu sinni í hópinn.
Mundos mun taka kastið ef Liverpool vinnur ekki Aston Villa á heimavelli...
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.