1.11.2006 | 01:02
Listasaga hundrað og einn
Í þessari frétt RÚV var sagt frá fjögurra manna hópi nemenda í leiklistardeild Listaháskóla Íslands sem klipptu skapahárin af ungri konu, báru hana í kjölfarið útá skólalóðina þar sem einn þeirra meig yfir hana. Þetta var síðan kallaður gjörningur og átti að vera til marks um ljótleikann í lífinu.
Listir eru ákaflega merkilegt fyrirbæri. Sér í lagi þær sem þrífast inná söfnum. Á tímum þar sem allt er leyfilegt í ástum og listum veltir Mundos því fyrir sér hvort að listamenn séu með slíkum gjörningi ekki á villigötum þegar þeir vilja ögra umhverfinu.
Hið vestræna nettengda samfélag hefur séð allt. Fólk með tölvu hefur tækifæri til að sjá bandarískan mann hálshöggvin af uppreisnarmönnum í Írak. Hægt er að sjá nauðganir, pissuklám, dýraklám, misþyrmingar, barnaklám,morð, bílslys, limlestingar, slagsmál, fótbrot með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Með því að míga yfir samnemenda sinn er einfaldlega verið að tala inní samtímann en ekki ögra honum. Hef hugmynd nemendanna hefur verið að sýna hversu dofnir aðrir eru, af hverju yfirvaldið greip ekki inní nú eða samborgarinn heppnaðist gjörningurinn með glæsibrag.
Maður rúnkar sér á netinu fyrir framan heiminn og það er kallað klám. Sami maður tekur upp sömu iðju á listasafni og það er kallað gjörningur. Ef enginn bendir honum á þesssa þversögn hefur gjörningurinn heppnast, ekki er lengur hægt að hneyksla fólk, fá það til að glenna upp augun heldur stara allir á listamanninn og kippa sér lítið upp við athæfið.
Hugsið ykkur hins vegar ef fólki væri boðið uppá líkamsmeiðingar, hópkynlíf á sviði og jafnvel morð í Listasafni Íslands og þegar her sófalistamannanna (þessir sem eru á öllum opnunum og svo skemmtilega vill til að þar er alltaf ljósmyndari) mætir til að athuga hvort verkið hneyksli sig, sem það myndi vafalítið ekki gera, stæði maður með pípuhatt og tilkynnti að ekkert yrði af þessu en í staðinn myndi Amina leika nokkur létt lög af nýjustu plötu, eitthvað sem myndi hneyksla listaelítuna og ögra. Eitthvað sem listamenn eiga að gera, að ögra sínu nánasta umhverfi.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.