1.11.2006 | 19:48
Týndu skjölin hans Guðlaugs
Ein helsta vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins, Guðlaugur Þór Þórðarson, er í svolitlum bobba. Svo virðist sem valdamikil klíka innan flokksins hafi horn í síðu kauða og vilji af öllum mætti koma honum frá völdum, helst úr stjórnmálum. Guðlaugur Þór er nú sakaður af sínum eigin flokksmönnum um að hafa notað ólögmæta flokkskrá í framboði sínu í prófkjöri flokksins í Reykjavík.
Nú veltir maður því fyrir sér, svona upp úr þurru, hvort alvöru valdabarátta sé í uppsiglingu í einum stærsta flokk landsins. Hvers vegna er svona stórum hópi sjálfstæðismanna illa við Guðlaugg Þór og sjá menn framá að borgarfulltrúinn ungi geti leitt listann því þótt Guðlaugur hafi ef til vill ekki svindlað, verður orðsporið límt fast við hann og hans feril.
Rétt eins og það skiptir engu hvort Paul McCartney hafi lamið Heather Mills eða ekki...erfiðara er að kveða niður almannaróm en skógarelda í Kaliforníu.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.