Leita í fréttum mbl.is

Smábarnið með myndavélina

Í kvikmyndahúsum borgarinnar er nú verið að sýna tvær glæpamyndir, önnur þeirra er byggð á einhverri vinsælustu sögu landsmanna, Mýrinni eftir Arnald Indriðason en hin, The Departed, er endurgerð Hong Kong - kvikmyndarinnar Infernal Affairs og er í leikstjórn Martin Scorsese.

Nógu miklu lofi hefur verið ausið yfir Mýrina í leikstjórn Baltasars Kormáks. Mörgum þykir hreinlegaBaltasar nóg um enda sé ekki um meistarastykki að ræða, nálgun leikstjórans á efninu er hálfmislukkuð en leikurinn, aldrei þessu vant, er með afbrigðum góður. Mýrin er flott tekin, vel klippt en tónlistin er yfirþyrmandi og hún verður seint sögð "spennandi" eins og maður skyldi ætla að góður krimmi ætti að vera. Börn, eftir Ragnar Bragason, ætti frekar skilið þá aðsókn sem Mýrin fær um þessar mundir enda án nokkurs vafa einhver áhrifamesta íslenska kvikmynd sem gerð hefur verið.

Þegar maður gengur síðan inní kvikmyndahús og sér meistara Scorsese að verkum er eins og Mýrin hafi verið gerð af fimm ára gömlu barni í sandkassa. Ekki er náttúrlega við Baltasar að sakast, Scorsese hefur verið að í tugi ára en Mýrin er fjórða kvikmynd íslenska leikstjórans. Menn skyldu forðast allar slíkar yfirlýsingar, Mýrin er langt frá því að vera meistarastykki, hún er ágætis krimmi en ekkert meira en það. Hún er vissulega óvenjuleg af íslenskri kvikmynd að vera, hálfgert brautryðjendaverk en sýnir jafnframt hversu langt við eigum í land með að ná bara nágrannaþjóðum okkar í Skandinavíu.cannes_diaz_scorsese_dicaprio


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband