4.11.2006 | 19:39
Við lifum ekki á friðartímum
Mundos horfði nýlega á hinn frábæra fréttaþátt Sextíu mínútur. Þar ferðaðist einn blaðamaður þeirra til hins afskekkta héraðs Darfur í Súdan. Þar eru stunduð þjóðarmorð fyrir augum vestrænnar siðmenningar en samkvæmt fréttaþættinum eru þessar skelfilegu aðgerðir forsetans Omar Bashir og hinna herskáu Janjaweed þolanlegar vegna þess að stjórnin í Súdan getur veitt Bandaríkjastjórn upplýsingar um Osama bin Laden, upplýsingar sem virðast vera metnar á meira en þrjú hundruð þúsund mannslíf.
Á það hefur verið bent að viðbrögð hins vestræna heims svipar mjög til þagnarinnar sem ríkti í kringum Helförina í seinni heimstyrjöldinni og þjóðarmorðin í Rúanda. Umheimurinn þarf því að vakna af sínum kapítalíska dvala og líta sér nær ef hann vill ekki hafa milljónir lífa á samviskunni.
Hægt er að lesa margvíslegan fróðleik og upplýsingar um gang mála á heimasíðu breska ríkissjónvarpsins, BBC. Málefni Darfur-héraðsins er ekki staðbundið vandamál heldur eitthvað sem þjóðir heimsins eiga bindast tryggðarböndum um að stöðva enda er þar fólk drepið í þúsundavís fyrir það eitt að vera ekki arabar.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.