Leita í fréttum mbl.is

Við lifum ekki á friðartímum

Darfur2cutMundos horfði nýlega á hinn frábæra fréttaþátt Sextíu mínútur. Þar ferðaðist einn blaðamaður þeirra til hins afskekkta héraðs Darfur í Súdan. Þar eru stunduð þjóðarmorð fyrir augum vestrænnar siðmenningar en samkvæmt fréttaþættinum eru þessar skelfilegu aðgerðir forsetans Omar Bashir og hinna herskáu Janjaweed þolanlegar vegna þess að stjórnin í Súdan getur veitt Bandaríkjastjórn upplýsingar um Osama bin Laden, upplýsingar sem virðast vera metnar á meira en þrjú hundruð þúsund mannslíf. 

Á það hefur verið bent að viðbrögð hins vestræna heims svipar mjög til þagnarinnar sem ríkti í kringum Helförina í seinni heimstyrjöldinni og þjóðarmorðin í Rúanda. Umheimurinn þarf því að vakna af sínum kapítalíska dvala og líta sér nær ef hann vill ekki hitlerhafa milljónir lífa á samviskunni.

Hægt er að lesa margvíslegan fróðleik og upplýsingar um gang mála á heimasíðu breska ríkissjónvarpsins, BBC. Málefni Darfur-héraðsins er ekki staðbundið vandamál heldur eitthvað sem þjóðir heimsins eiga bindast tryggðarböndum um að stöðva enda er þar fólk drepið í þúsundavís fyrir það eitt að vera ekki arabar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband