6.11.2006 | 19:14
Bush í varnarstöðu en gæti samt unnið
Í þeim frábæra þætti Speglinum, sem er á dagskrá eftir fréttir Ríkisútvarpsins, var rýnt í þingkosningarnar sem fram fara í Bandaríkjunum á morgun.
Þar kom fram að er með tvíeggja sverð í höndunum. Ef að demókratar vinna þá hafa öfgasinnaðir hópar í Mið-Austurlöndum haft sigur því það þýðir að Íraksstríðið var eitt stórt flopp. Demókratar standa þá frammi fyrir tveimur jafn slæmum valkostum; draga herliðið heim og viðurkenna ósigur sem jafnframt myndi hleypa öllu í báli og brand eða lýsa því yfir að Bandaríkin myndu ekki hopa og borgarastyrjöld myndi að öllum líkindum bresta á.
Bandarískir kjósendur hljóta því að leiða hugann að því hvort þeir eigi ekki að láta W. sitja einan í súpunni og leiða þjóðina úr þeim ógöngum sem hann hefur leitt eina heimsveldi jarðarinar í. Fæstir búast hins vegar við að hin herskái forseti eigi eftir að gefa þumlung eftir og væntanlega verður skálað í kampavíni þegar Saddam Hussein verður hengdur með viðhöfn.
Eftir tvö ganga hins vegar bandarískir kjósendur að kjörborðinu og velja nýjan forseta. Heimsfriðurinn veltur þá aftur á þeirri þjóð sem hefur í raun lítin áhuga á hver stjórnar í Hvíta húsinu og hugsar meira um sitt fylki. Þegar forsetar hafa legið undir þungum sökum hneigjast þeir oftar en ekki til eldflaugatakkans og því skyldi enginn útiloka að nýtt stríð hefjist eftir tveimur árum, verður þá væntanlega horft til Norður-Kóreu.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.