8.11.2006 | 23:12
Fyrsti dómuinn um James Bond
Bresku götublöðin sendu öll njósnara á sérstaka forsýningu nýjustu Bond-myndarinnar, Casino Royal. Þau voru hrifinn og hófu hinn "hataða" Daniel Craig svo mikið upp til skýjanna að hinn skoski Sean Connery má fara að óttast um krúnuna sem besti Bond-inn. Hægt er að lesa allt um málið á þessari yfirlitssíðu BBC.
Fréttablaðið virðist fara sömu leið og bresku götublöðin því Þórarinn Baldur Þórarinsson, betur þekktur sem "Bjargvætturinn á Bessastöðum", birti í gær stuttan dóm um myndina og er hægt að lesa hann hér.
Þórarinn fór reyndar mikinn í pistli sínum í Fréttablaðinu þar sem hann réðst á saklaust grey sem enn hafði trú á mannkyninu og taldi það geta snúið frá villu vegar, látið af syndsamlegu líferni sínu, hefði jafnvel lært eitthvað af bræðrum sínum í Sódómu og Gomorru. Sá aumingjans maður átti sín ekki viðreisnarvon þegar blaðamaðurinn vitnaði í bölsýnismanninn Nietzhce og húsdýr í gæludýragarði. Reyndar telur undirritaður nokkuð víst að hvorki kindurnar eða kýrnar í Húsdýragarðinum ættu roð í hrafninn ef fram færi spurningakeppni enda hafði Óðinn ekki Gimbu og Búkollu sér við hlið heldur þá Huginn og Muninn. Ætli einkvæni sé gáfumerki?
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.