Leita í fréttum mbl.is

Af rasisma og ekki rasisma

Í ljósi umræðunnar er vert að taka það fram að Mundos er ekki rasisti. Held að allir Íslendingar ættu að gera slíkt hið sama, skilgreina sig annað hvort sem rasista eða ekki. Mundos hefur ekkert á móti útlendingum. Mundos hræðist hins vegar að útlendingahatur geti blómstrað og dafnað nokkuð vel hjá hinum lægst launuðustu sem nú horfa á eftir "góðri vinnu" í hendurna á útlendingum.
Rökin "þeir vinna bara þá vinnu sem Íslendingar vilja ekki vinna," eru ósanngjörn. Hafa ber í huga að útlendingar sem sest flytjast hingað og setjast hér að frjóvga menningu okkar. Nú þegar eru dagblöð gefin út pólsku, bankar bjóða uppá þjónustu á fleiri en einu tungumáli og fjölmiðlar taka upp hanskann fyrir erlendum verkamönnum sem látnir eru dúsa í lélegu húsnæði á vegum illgjarnra vinnuveitanda.
Ísendingar hafa hins vegar ekki ótakmarkað pláss og standa frammi fyrir sama vandamáli og aðrar þjóðir gerðu fyrir nokkrum tugi ára þegar flóttafólk frá austurblokkinni þyrptist vestur í von um betra líf. Fólk frá Suður-Ameríku sem gat ekki hugsað sér að lifa undir stjórn einræðisherra(kaldhæðið en satt; vestrænar þjóðir studdu oft á tíðum þessa menn) og ekki síst innflytjendur frá Afríku, úr gömlu nýlenduveldum herraþjóðanna.
Nú standa þessar þjóðir frammi fyrir þeim vanda að hafa ekki hlúð eða ekki haft tækifæri til að sinna fólkinu, veita því mannsæmandi tækifæri. Uppreisnin í úthverfum Parísar voru engin tilviljun og væntanlega prísa Danir sig sælan að hafa ekki lent í hinu sama. Við á Íslandi þurfum hins vegar ekki að hafa áhyggjur...strax.
Eftir nokkra áratugi gæti hins vegar slegið í brýnu milli útlendinga og Íslendnga en Sjálfstæðisflokkurinn virðist hafa áttað sig á þessum vanda og hefur nú tryggt að Pólverjar eigi sinn fulltrúa á Alþingi.
Umræðan um útlendinga er af hinu góða en hún kom hins vegar frá röngu fólki með röng skilaboð og það var hálf kjánalegt að sjá þá Eirík Bergman og Jón Magnússon karpa um það hvort stjórnmálafræðingurinn væri hluti af Samfylkingunni eða ekki. Eiríkur þráttaði fyrir það þótt allir vissu það og Jón sagðist ekki vera rasisti þrátt fyrir að hafa skrifað sem héti Ísland fyri Íslendinga...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

hmm ? Áhugavert

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.11.2006 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband