Leita í fréttum mbl.is

Þjófur á þing: Virkaði Russel Crowe-herbragðið?

Árni Johnsen er ókrýndur konungur helgarinnar. Á föstudeginum keypti hann heilsíðu auglýsingu í1106215825_arni_johnsen_2004 Morgunblaðinu með stórri mynd af sjálfum sér og litlum myndum af stuðningsmönnum sínum. Viti menn; Russell Crowe studdi þingmanninn.

russell_croweVafalítið hefði Crowe stutt Árna til þings því þeir félagar eiga sitthvað sameiginlegt, hafa til dæmis báðir látið hnefana tala, leikarinn lét meðal annars síma fjúka í andlitið á hótelstarfsmann í New York en Árni lamdi söngvara á þjóðhátíð...eða svo segir Bubbi. Eftir úrslit helgarinnar mætti vænta að fleiri frambjóðendur og þingflokkar settu þekktar Hollywood-stjörnur á auglýsingar hjá sér því herbragðiði virðist hafa gengið upp hjá Árna og félögum.

Árni náði sem sagt öruggu sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæminu. Var meir að segja á góðri leið með að skáka nafna sínum og fjármálaráðherranum Matthiesen sem sveik lit og skipti yfir í Suðurlandið þótt allir viti að rætur hans mun og hafa alltaf legið í Firðinum.

Þjóðleikhúsþjófurinn hefur á örfáum árum náð að sannfæra sveitunga sína um að hann sé betri maður eftir að hafa dvalist nokkra mánuði á Kvíabryggju. Vestmanneyingar er ekki lengi að gleyma einhverjum smáafglöpum og virðast ekki hafa fellt sig við það sem Guðjón Hjörleifsson- eða Gaui Bæjó eins og hann er víst jafnan kallaður heima fyrir- hafði uppá að bjóða. ´

Íslendingar virðast vera fljótir að gleyma eða að fyrirgefa og líta margir hverjir upp til þeirra sem hafa brotið lögin en snúið aftur og brotist til metorða. Gleymum ekki Jóni Hreggviðssyni, sem mátti dúsa á Bessastöðum fyrir að hafa stolið snærisspotta.  Björgúlfur Guðmundsson er ef til vill besta dæmið; fáum virðist vera í nöp við milljarðararmæringin þrátt fyrir að Bretar kalli kappann "an old fraudster" í sambandi við tilboð hans og Eggerts í West Ham.

untitledAnnar pólitíkus ætti kannski að íhuga starfsferil sem glæpamaður en Ingibjörg Sólrún virðist hafa misst tökin á flokknum sínum. Össur Skarphéðinsson er maðurinn á bak við tjöldin og hefur náð því sem Bó Hall varð hvað þekktastur fyrir: Ekkert Show fyrr en Ö segir Gó. Ingibjörg, líkt og Árni, myndi vafalítið ná miklum vinsældum ef þingkonan sýndi fram á að hún væri jafn spillt og allir hinir karlfuskarnir.

Flestir hægrisinnuðu bloggararnir í dag eru sammála um að ef Samfylkingin nær ekki afgerandi stöðu sem næst-stærsti flokkur landsins mun Ingibjörg segja af sér sem formaður og þar með er pólitískum ferli hennar lokið.  Mundos vildi óska þess að svo yrði en ef flokkurinn nær ekki að skáka sjálfstæðisflokknum mun Ingibjörg, líkt og aðrir pólitíkusar og lélegir knattspyrnustjórar, kenna einhverjum allt öðrum en sjálfri sér um tapið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband