Leita í fréttum mbl.is

Ekki heiglum hent að vera þjófur

Tveir menn hefðu vafalítið ratað í dagskrárliðinn Headlines hjá spjallþáttakónginum Jay Lenos0804514749 en vinnubrögð þeirra voru með eindæmum "heimskuleg" eins og lesa má um í þessari frétt. Sem betur fer fyrir Árna Johnsen þá sofnaði hann ekki á verðinum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og hafði annað sætið. Hins vegar var forvitnilegt að heyra í Geir H. Haarde þegar hann var inntur eftir því hvort Árni nyti stuðnings hjá flokksforystunni. Forsætisráðherrann var heldur stuttur í spunann, vissi ekki hvernig hann ætti að svara spurningum fréttakonunnar en bjargaði sér með stuðningsyfirlýsingu. Eflaust skemmir það ekki fyrir, eins og mörgum rekur eflaust í minni, að Árni sagðist langt frá því að vera eini þingmaðurinn sem beitti svona brögðum þegar mál hans komst í hámæli. Fleiri furðuðu sig á því þegar Árni fékk óvenju fljóta sakaruppgjöf, forsetinn var meira að segja ekki á landinu heldur skrifuðu gamlir flokksbræður undir skjalið. Þarf að segja meira?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband