13.11.2006 | 23:38
Ekki heiglum hent að vera þjófur
Tveir menn hefðu vafalítið ratað í dagskrárliðinn Headlines hjá spjallþáttakónginum Jay Leno en vinnubrögð þeirra voru með eindæmum "heimskuleg" eins og lesa má um í þessari frétt. Sem betur fer fyrir Árna Johnsen þá sofnaði hann ekki á verðinum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og hafði annað sætið. Hins vegar var forvitnilegt að heyra í Geir H. Haarde þegar hann var inntur eftir því hvort Árni nyti stuðnings hjá flokksforystunni. Forsætisráðherrann var heldur stuttur í spunann, vissi ekki hvernig hann ætti að svara spurningum fréttakonunnar en bjargaði sér með stuðningsyfirlýsingu. Eflaust skemmir það ekki fyrir, eins og mörgum rekur eflaust í minni, að Árni sagðist langt frá því að vera eini þingmaðurinn sem beitti svona brögðum þegar mál hans komst í hámæli. Fleiri furðuðu sig á því þegar Árni fékk óvenju fljóta sakaruppgjöf, forsetinn var meira að segja ekki á landinu heldur skrifuðu gamlir flokksbræður undir skjalið. Þarf að segja meira?
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.