13.11.2006 | 23:48
Og nú eru Íranir orðnir vinaþjóð
Óhætt er hægt að segja að Tony Blair og George W. Bush séu með allt niður um sig hvað Íraks-stríðið varðar. Bush og Repúblikanar töpuðu bæði fulltrúardeildinni og Öldungardeildinni til Demókrata sem strax eru farnir að láta til skara skríða ef marka má fréttir frá Washington. Ætla að draga herliðið til baka á næstu fjórum til sex mánuðum.
Blair lýsti því síðan yfir í stefnuræðu sinni um utanríkismál að Bretar myndu haga seglum eftir vindi(kemur á óvart) í málefnum Íraks og hvatti lönd á borð við Sýrland og Íran að láta sér málefni Íraks varða. Menn skulu ekki gleyma því að Íranir eru hluti af öxulveldi hins illa og ekki er langt síðan að Bandamenn mótmæltu harðlega kjarnorkutilraunum landsins. Bush hefur ósjaldan lýst því yfir að Íran skjóti skjólhúsi yfir hryðjuverkamenn en nú þarf að fá þessa klerkastjórn til að miðla málum fyrir botni Mið-Austurlanda. Skjótt skipast veður í lofti í alþjóðamálum.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.