Leita í fréttum mbl.is

Íslenska komin í bíó

Samtök kvikmyndahúsaeiganda ætla að heiðra Dag íslenskra tungu með því að þýða alla John McClanekvikmyndatitla yfir á hið ylhýra. Þetta er náttúrlega löngu orðið tímabært og þá sérstaklega þegar kemur að evrópskum kvikmyndum sem oftar en ekki fá ensk nöfn í stað íslenskra. Nægir þar að nefna Der Untergang en hún var kölluð Downfall og Mótorhjóladagbækurnar hans Walter Salles sem þýdd var frá spænsku yfir á ensku. Um allt þetta má lesa hér en menntamálaráðherrann, tískudrottning Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, skrifaði bréf til kvikmyndahúsaeiganda og beindi því til þeirra að þeir þýddu alla titla...sem er sjálfsögð þjónusta við Íslendinga því fátt er jafn gaman og velta fyrir sér hvort hin eða þessi útfærsla sé betri en einhver önnur.

Mundos er mikill íslenskumaður og skilur ekki hvers vegna titlarnir eru ekki þýddir yfir á móðurmálið eins og tíðkaðist hér áður fyrr og í öðrum nágrannalöndum. Þá var hægt að sjá myndir á borð við  Á tæpasta vaði(Die Hard),Beint á Ská(Naked Gun) eða Tveir á Toppnum (Leathal Weapon). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband