15.11.2006 | 19:24
Íslenska komin í bíó
Samtök kvikmyndahúsaeiganda ætla að heiðra Dag íslenskra tungu með því að þýða alla kvikmyndatitla yfir á hið ylhýra. Þetta er náttúrlega löngu orðið tímabært og þá sérstaklega þegar kemur að evrópskum kvikmyndum sem oftar en ekki fá ensk nöfn í stað íslenskra. Nægir þar að nefna Der Untergang en hún var kölluð Downfall og Mótorhjóladagbækurnar hans Walter Salles sem þýdd var frá spænsku yfir á ensku. Um allt þetta má lesa hér en menntamálaráðherrann, tískudrottning Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, skrifaði bréf til kvikmyndahúsaeiganda og beindi því til þeirra að þeir þýddu alla titla...sem er sjálfsögð þjónusta við Íslendinga því fátt er jafn gaman og velta fyrir sér hvort hin eða þessi útfærsla sé betri en einhver önnur.
Mundos er mikill íslenskumaður og skilur ekki hvers vegna titlarnir eru ekki þýddir yfir á móðurmálið eins og tíðkaðist hér áður fyrr og í öðrum nágrannalöndum. Þá var hægt að sjá myndir á borð við Á tæpasta vaði(Die Hard),Beint á Ská(Naked Gun) eða Tveir á Toppnum (Leathal Weapon).
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.