Leita í fréttum mbl.is

Eddan: Af hverju Mýrin?

Stóra kvöldið hjá íslensku sjónvarps-og kvikmyndahátíðinni var á sunnudaginn þegar sjálfMýrin Eddan var afhent. Kvöldið sjálft telst umdeilt og enn umdeildara að herlegheitin skuli vera sýnd í beinni útsendingu hjá RÚV. Annars er þó varla hægt að kvarta, á Nordica Hotel voru þeir staddir sem sjá alþýðunni fyrir vinsælli afþreyingu. Og sérhvert mannsbarn hefur skoðanir á því sem er framleitt og sýnt í íslenskum kvikmyndahúsum og sjónvarpi.

Þau Ragnhildur Steinunn og Pétur Jóhann fengu það erfiða hlutskipti að vera kynnar og komust ágætlega frá sínu hlutskipti.  Varla var hægt að ætlast til þess að þau færu í spor David Letterman, Stephen Fry eða Billy Crystal. Klúðrið var hins vegar að fá Bubba Morthens og unnustu hans til að segja ómerkilegan og lélegan brandara sem fékk ófáa samlanda þeirra til að svitna undir höndum og á efri vörinni. 

BörnBaltasars-klíkan fór heim með öll mikilvægustu verðlaunin. Besta myndin, besti leikur í aðal-og aukahlutverki, leikstjóri ársins og verðlaun fyrir bestu tónlistina fékk Mugison fyrir bæði Mýrina og A little Trip to Heaven. Mundos hefur sterkar skoðanir á þessu og ef Ísland væri alvöru kvikmyndaþjóð hefði Börn hlotið öll verðlaun. Margir eru hins vegar sammála þessu vali, Mýrin er ein vinsælasta mynd sem gerð hefur verið en á henni eru allt of margar brotalamir. Hún er gerð eftir besta krimma Arnaldar Indriðasonar en fátt er reyfarakennt við kvikmyndina. Tónlistin er í engu samræmi við atburðarrásina og handritið er skelþunnt. Myndarinnar verður fyrst og fremst minnst fyrir stórleik Theódórs Júlíussonar í hlutverki Elliða, þrjóts sem þegar hefur verið valinn sá besti í íslenskri kvikmyndasögu.

Í Hollywood og reyndar Bretlandi þar sem Óskarinn og Bafta eru afhent hefði varla komið til greina að kvikmynd sem ekki væri tilnefnd fyrir handrit hefði haft sigur. Mótrökin eru þau að Mýrin er vinsælust. Til gamans má geta að þær kvikmyndir sem voru tilnefndar í fyrra til Óskarsverðlauna fengu allar til samans minni aðsókn heldur en vinsælasta kvikmyndin það árið.

Án vafa er Baltasar hæfileikaríkur leikstjóri og samkvæmt Fréttablaði mánudagsins er hann að skoða bandarísk handrit þannig að útrásin er á næsta leyti hjá leikstjóranum. Honum hefur hins vegar ekki tekist að sannfæra Mundos um ágæti sitt sem "stórkostlegur" leikstjóri. Handritin að bæði A little trip og Mýrinni voru bæði meingölluð og kannski væri best fyrir Baltasar að einbeita sér að leikstjórninni en láta skrif algjörlega í friði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband