20.11.2006 | 22:46
Tæknileg mistök
Mál Árna Johnsen hefur vakið hörð og sterk viðbrögð. Sumir vilja ganga svo langt að sunnlendinga hafi skort siðferðisstyrk til að skilja að "vini" og hæfa stjórnmálamenn. Árni sýndi síðan af sér fáranlegan dómgreindarskort og sagði afbrot sín vera "tæknileg mistök". Þingmaðurinn fyrrverandi var reyndar ekki sá eini í síðustu viku sem talaði um tæknileg mistök; Ísrael-stjórn lýsti því yfir að árásir þeirra á íbúðarþorp hefðu verið tæknileg mistök.
Árni hefur einhver tromp á hendi sem gerir það að verkum að flokksmenn hans hafa ekki töggur í sér að skamma hann á opinberum vettvangi heldur láta ungliðahreyfinguna gera það.
Spekingarnir í heitu pottunum telja þjóðina vera á góðri leið með að fara til fjandans. Uppselt varð á örskotsstundu á tónleika Magna og Rock Star-vina hans. Eitthvað erfiðlega gekk hins vegar að selja á Björk Guðmundsdóttur og félaga hennar í Sykurmolunum. Við veiðum hvali eins og ekkert sé eðlilegra, Danir gruna okkur um skítuga viðskiptahætti og svona mætti lengi telja. Loksins, loksins, segir einhver þegar stjórnmálaflokkarnir opna bókhaldið sitt en svo lengi sem það sé með ákveðnum skilyrðum. Verðandi pólitíkusar eyða milljónum til að komast á þing og engin spyr hvaðan þær séu komnar. Ungu mennirnir segja allt á yfirdráttarheimild og hverjir eru það sem liggja undir grun hjá baunverjanum; gott ef það eru ekki bara KB Banki og Landsbankinn?
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Af mbl.is
Erlent
- Milljarðamæringur hleypur undir bagga
- Uns allir deyja
- Tekur upp hanskann fyrir biskupinn í Washington
- Bréf Bidens til Trumps: Megi Guð blessa þig
- Saksóknarar rannsaki embættismenn
- Nýr gróðureldur blossar upp í Los Angeles
- Rússneskt herskip gripið við njósnir við Bretland
- Könnun: Bandaríkjamenn vilja vísa milljónum brott
- Réðst á hóp leikskólabarna þar sem tveir létust
- Trump segir Rússa mega búast við frekari aðgerðum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.