Leita í fréttum mbl.is

Tæknileg mistök

bjorgolfurMál Árna Johnsen hefur vakið hörð og sterk viðbrögð. Sumir vilja ganga svo langt að sunnlendinga 1106215825_arni_johnsen_2004hafi skort siðferðisstyrk til að skilja að "vini" og hæfa stjórnmálamenn. Árni sýndi síðan af sér fáranlegan dómgreindarskort og sagði afbrot sín vera "tæknileg mistök". Þingmaðurinn fyrrverandi var reyndar ekki sá eini í síðustu viku sem talaði um tæknileg mistök; Ísrael-stjórn lýsti því yfir að árásir þeirra á íbúðarþorp hefðu verið tæknileg mistök.

Árni hefur einhver tromp á hendi sem gerir það að verkum að flokksmenn hans hafa ekki töggur í sér að skamma hann á opinberum vettvangi heldur láta ungliðahreyfinguna gera það.

Spekingarnir í heitu pottunum telja þjóðina vera á góðri leið með að fara til fjandans. Uppselt varð á örskotsstundu á tónleika Magna og Rock Star-vina hans. Eitthvað erfiðlega gekk hins vegar að selja á Björk Guðmundsdóttur og félaga hennar í Sykurmolunum. Við veiðum hvali eins og ekkert sé eðlilegra, Danir gruna okkur um skítuga viðskiptahætti og svona mætti lengi telja. Loksins, loksins, segir einhver þegar stjórnmálaflokkarnir opna bókhaldið sitt en svo lengi sem það sé með ákveðnum skilyrðum. Verðandi pólitíkusar eyða milljónum til að komast á þing og engin spyr hvaðan þær séu komnar. Ungu mennirnir segja allt á yfirdráttarheimild og hverjir eru það sem liggja undir grun hjá baunverjanum; gott ef það eru ekki bara KB Banki og Landsbankinn?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband