Leita í fréttum mbl.is

Vonandi man hann að horfa á kúluna

tyurinÁhugamannakylfingum eins og Mundos dreymir  á einhverjum tímapunkti um að slá draumahögg, fara jafnvel holu í höggi, eða slá lengsta dræv sem nokkur hefur séð og hljóta fyrir það ævilanga virðingu meðspilara sinna.

Geimfarinn Mikhail Tyurin fær væntanlega þá ósk uppfyllta því hann hyggst slá þeim Tiger Woods og John Daly við þegar hann sveiflar sex járni sínu fyrir utan Alþjóðlegu geimstöðina. Sérfræðingum ber ekki sama hversu lengi kúlan muni "svífa";telja einhverjir að hún verði þrjú ár á flugi en aðrir eru nokkuð vissir um að kúlan muni brenna upp í lofthjúpi jarðar á þremur dögum.

golfclubVísindamenn frá Nasa gáfu leyfi fyrir þessu sérstæða athæfi eftir að hafa fullvissað sig um að kúlan snér ekki aftur og ylli skemmdum á geimfarinu. Mikhail Tyurin hefur aðeins tvívegis áður farið í golf en þótti ágætis íshokkýleikmaður áður en hann snéri sér að óravíddum heimsins og golfáhugamenn ættu að vita að þær hreyfingar eru nokkuð svipaðar. Nú er hins vegar bara að vona að Tuyrin "shanki" ekki boltann eða gleymi ekki að horfa á kúluna. Svo bíða golfarar bara eftir lengdarmælingu..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband