22.11.2006 | 23:04
Heather Mills 1 Paul McCartney 10
Loksins, loksins náði fyrirsætan Heather Mills að snúa við blaðinu í ímyndarstríði sínu við fyrrum eiginmann sinn Paul McCartney en Mills birtist í sjónvarpsviðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina Extra þar sem hún tjáði sig í fyrsta skipti um skilnaðinn. Mills vildi hins vegar ekki tjá sig um einstök atriði og sagði það vera sitt mál ef hún hefði sofið hjá moldríkum vopnasala fyrir pening.
Mills sagði að skilnaðurinn hefði verið sársaukafyllri en að missa fótinn en hún varð fyrir slíkri lífsreynslu þegar mótórhjól skall á hana. "Ég myndi frekar láta höggva af mér alla útlimi en að ganga í gegnum þessa lífsreynslu aftur" sagði Mills í mjög tilfinningaþrungnu viðtali.
Fyrirsætan gagnrýndi umfjöllun fjölmiðla harðlega og sagðist bara hafa gert sig seka um einn hlut. "Ég varð ástfangin af átrúnaðargoði bresku þjóðarinnar," útskýrði Mills. "Ég elskaði Paul af öllu hjarta og ég er góð manneskja en engin gold digger," sagði Mills sem hefur verið sökuð um að hafa það eitt að markmiði að rýja bítilinn goðsagnakennda inn að skinni.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.