23.11.2006 | 21:26
Þögnin rofin á Spáni
Heimilisofbeldi er ljótur blettur á vestrænu þjóðfélagi og nú hafa spænsk stjórnvöld ákveði að skera upp herör gegn þessum vágest. Spánverjar eru upp til hópa kaþólikkar þar sem hjónaband er verndað af Guði og engum öðrum. Því er ekki að undra að stjórnvöld þar í landi hafi ákveðið að berjast gegn misyndismönnum en þar deyja árlega um hundrað konur vegna misþyrminga á heimili sínu.
Vestrænir aðilar tala um kúgun kvenna í múslimskum löndum, þær njóti ekki sömu réttinda og karlar en það hlýtur hins vegar að vera eftirtektarvert fyrir þessa sömu einstaklinga þegar skoðaðar eru tölur frá Evrópu og Bandaríkjunum sem snúa að sifjaspelli og níðingshætti gagnvart börnum og konum.
Átak spænska ríkisins er til fyrirmyndar og er til marks um hversu hratt Spánn nútímavæðist eftir að hafa staðið nágrönnum sínum í Frakklandi langt að baki. Hitt er hins vegar merkilegra að enn skuli Íslendingar standa út á torgum til að mótmæla lágum dómum á nauðgunum og heimilisofbeldi er talað niður og ýtt undir stól.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.