Leita í fréttum mbl.is

Gates gefur af sér

Bill-Gates-1maxRíkasti maður heims, Bill Gates, hyggst koma fyrir nettengdum tölvum á öllum bókasöfnum í Rúmeníu. Gates- stofnunin tilkynnti þetta fyrir skömmu en hún hefur yfir að ráða 32 milljörðum dollara sem samsvarar tvö þúsund milljörðum íslenskra króna. Gates-stofnunin hyggst ráðast í sömu verkefni í löndum á borð við Chile, Lettlandi og Mexíkó.

Í fljótu bragði virðist þetta vera hreinræktað góðverk en þegar menn fara að rýna betur í hlutina sést best að með þessu hefur Gates tryggt sér góða markaðsstöðu á tölvumarkaðinum í fátækari ríkjum heims þegar þau loks netvæðast.

Samt verður það ekki tekið af þeim Gates-hjónum að þau verja miklum fjármunum til góðgerðarmála og ráðstafa 99,9 prósentum af auðævum sínum í hvers kyn líknarmál og góðgerðarsamtök. Börnin þeirra þrjú njóta síðan góðs af þessu einum hundraðasta enda myndi það sennilega nægja til að bjarga öllum þriðja heiminum frá hungri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband