23.11.2006 | 23:46
Gates gefur af sér
Ríkasti maður heims, Bill Gates, hyggst koma fyrir nettengdum tölvum á öllum bókasöfnum í Rúmeníu. Gates- stofnunin tilkynnti þetta fyrir skömmu en hún hefur yfir að ráða 32 milljörðum dollara sem samsvarar tvö þúsund milljörðum íslenskra króna. Gates-stofnunin hyggst ráðast í sömu verkefni í löndum á borð við Chile, Lettlandi og Mexíkó.
Í fljótu bragði virðist þetta vera hreinræktað góðverk en þegar menn fara að rýna betur í hlutina sést best að með þessu hefur Gates tryggt sér góða markaðsstöðu á tölvumarkaðinum í fátækari ríkjum heims þegar þau loks netvæðast.
Samt verður það ekki tekið af þeim Gates-hjónum að þau verja miklum fjármunum til góðgerðarmála og ráðstafa 99,9 prósentum af auðævum sínum í hvers kyn líknarmál og góðgerðarsamtök. Börnin þeirra þrjú njóta síðan góðs af þessu einum hundraðasta enda myndi það sennilega nægja til að bjarga öllum þriðja heiminum frá hungri.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.