25.11.2006 | 17:39
Síðan hvenær voru þetta fréttir?
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á miðstjórnarfundi flokksins að ákvörðun Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar um að skrá Ísland á lista hinna staðföstu þjóða og styðja innrásina í Írak hefði verið röng. Jón segir litlar fréttir því þetta hefur alltaf verið vitað. Jón er bara að viðurkenna það sem hefur verið á allra vörum.
Jón gerir hins vegar vel í því að svara gagnrýnisröddum sem hafa kvartað undan þöglum manni í brúnni. Hann ræðst á forvera sinn og segir að Halldór Ásgrímsson, fyrrum landsfaðir Framsóknar, hafi gert alvarleg mistök. Bandaríkjamenn sögðu Íraka tengjast al Kaída og byggju yfir gereyðingarvopnum. Vopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna hefur staðfest þetta og leyniþjónustur Bandaríkjanna og Breta hafa viðurkennt að hafa falsað sannanir og logið. Árásin í Írak var ákveðin af olíurisum í Bandaríkjunum sem horfðu girndaraugum á olíulindir Saddam Hussein. OilWar er þetta kallað af óháðum, erlendum fræðimönnum sem ekki fá að úttala sig um þetta mál á almennum vettvangi.
Jón hefði átt að ganga lengra, hann hefði átt að biðjast afsökunar á þessari fáranlegu ákvörðun. Stríðið í Írak er mesta klúður í sögunni ef undanskilið eru illa klæddir hermenn Napóleons og Hitlers og Víetnam stríðið. Landið er á barmi borgarastyrjaldar og ef ekkert verður að gert gæti Írak orðið kveikjan að þriðju heimstyrjöldinni. Arabar hvaðanæva úr heiminum eiga brátt eftir að sameinast gegn öðrum múslimum en kannski ekki hvað síst gegn vesturveldunum.
Sameinuðu þjóðirnar verða að grípa inní, Bandaríkjaher og Bretar verða frá að hverfa. Ef eldglæring skýst til Íran verða Mið-Austurlönd þvílíkt eldhaf að ekkert verður við það ráðið. Jón Sigurðsson engar fréttir, hann staðfesti bara allt það sem allir hafa vitað: Írak voru mistök.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.